Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 00:01

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik á Big Green Egg German Challenge

Haraldur Franklín Magnús tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu:Big Green Egg German Challenge powered by VcG.

Mótið fer fram í Wittelsbacher golfklúbbnum, í Neuburg an der Donau, Þýskalandi, dagana 21.-24. júlí 2022.

Haraldur Franklín komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, en hann var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra.

Haraldur Franklín spilaði á samtals 3 yfir pari, 147 högg (72 75).

Í hálfleik mótsins eru 3 sem deila forystunni: Pólverjinn Mateusz Gradecki og Spánverjarnir Manuel Elvira og Alejandro del Rey; en allir hafa þeir spilað á samtals 10 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna á Big Green Egg German Challenge með því að SMELLA HÉR: