Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vikar Jónasson — 23. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Vikar Jónasson. Vikar fæddist 23. júlí 1997 og er því 25 ára í dag! Vikar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern Illinois University. Komast má á facebook síðu Vikars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Vikar Jónasson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (64 árs); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (49 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (42 ára); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (33 ára); Harris English, 23. júlí 1989 (33 ára); Sam Burns, 23. júlí 1996 (26 ára); Malín Brand ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is