Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 01:00

Evían 2022: Brooke Henderson leiðir í hálfleik

Evían risamótið fer nú fram um þessar mundir (21.-24. júlí 2022) í Evian Resort Golf Club, í Frakklandi.

Í hálfleik er það kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem leiðir, en hún er búin að spila á samtals 14 undir pari (64 64).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Nelly Korda.

Tveir kylfingar frá S-Kóreu deila síðan 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor þ.e. þær Sei Young Kim og So Yeon Ryu.

Sjá má stöðunaá Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: