Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2022 | 10:30

MEISTARAMÓT 2022 – Hvaða klúbbar héldu meistaramót og hverjir ekki?

Hér fyrir neðan birtist listi yfir klúbbmeistara þeirra golfklúbba á Íslandi, sem héldu meistaramót í ár…. þ.e.a.s að svo komnu máli. Golf 1 hefir á undanförnum árum birt þennan lista um áramót og verður engin breyting á … það er vonandi að fleiri golfklúbbar haldi meistaramót …. þó þau séu ekki komin í Golfboxið þannig að neðan- greint verði uppfært næstu áramót!!!

Í ár (það sem af er) héldu 39 af 63 klúbbum, sem skráð eru hjá GSÍ meistarmót og er það fækkun meistaramótshalds um 2 frá því árinu á undan, en þá hélt 41 klúbbur meistaramót. Og í fyrra var Covid-ár!!! Það eru aðeins 62% klúbba á landinu, sem eru að halda meistaramót!!!  Hvað veldur þessu? Reynt verður að svara þessu, en Golf 1 hefir í ár, sem á fyrri árum, fjallað um öll meistaramót, sem haldin hafa verið til þessa … í ár, 39 talsins!

Golf er fjölskylduíþrótt og það endurspeglast svo sannarlega í meistaramótshaldi ársins í ár. Aldrei fyrr hafa fleiri tengdir ættarböndum verið bæði karl- og kvenklúbbmeistari í klúbbum sínum, en í ár. Þannig urðu tvenn systkini klúbbmeistarar (hjá GR og GSS); feðgin urðu klúbbmeistarar í GOS og hjón í GF.

Hér fyrir neðan fylgir hefðbundin skrá yfir alla meistara klúbbanna árið 2022, hjá þeim klúbbum sem héldu meistaramót. Innan sviga er fjöldi klúbba á svæðinu.

Rúnar og Anna Solveig klúbbmeistarar Keilis 2022

Höfuðborgarsvæðið (11) 

9 af 11 klúbbum héldu meistaramót – 81% – sem er mjög gott, enda allir stærstu klúbbarnir, með flesta klúbbfélaga, á höfuðborgarsvæðinu. Golfklúbbur Brautarholts stóð ekki fyrir meistaramóti, en hefir stundum áður gert það. Hins vegar virðist annar golfklúbbur, Golfklúbburinn Esja, sem er með Brautarholtið sem heimavöll, hafa haldið meistaramót, 9.-11. júní, a.m.k. var það á dagskrá skv. Golfboxinu, en engin úrslit eru birt þar og óvíst hvort mótið fór yfirleitt fram. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11 klúbbar og af þeim héldu  9 meistararmót, 1 ekki og óvíst hvort 11. klúbburinn (Esja) stóð fyrir meistaramóti; hér er talið að Esja hafi ekki haldið meistaramót, þar til annað liggur fyrir. Hér eru svo klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu og klúbbmeistarar þeirra:

Golfklúbbur Álftaness 7.-9. júlí 2022 Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Einar Georgsson

Golfklúbbur Brautarholts  Ekkert meistaramót, þó var golfklúbburinn Esja (með Brautarholtið sem heimavöll) með skráð meistaramót 9.-11. júní en engar niðurstöður eru skráðar í Golfboxið og því óvíst hvort mótið fór fram.

Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 3.-9. júlí 2022 Anna Júlía Ólafsdóttir og Aron Snær Júlíusson

Golfklúbburinn Keilir 3.-9. júlí 2022 Anna Sólveig Snorradóttir og Rúnar Arnórsson

Kristófer Karl og Nína Björk Geirsdóttir klúbbmeistarar GM 2022

Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3.-9. júlí 2022 Nína Björk Geirsdóttir og Kristófer Karl Karlsson

Golfklúbburinn Oddur 10.-16. júlí 2022 Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz

Böðvar Bragi og Helga Signý Pálsbörn klúbbmeistarar GR 2022

Golfklúbbur Reykjavíkur 3.-9. júlí 2022 Helga Signý Pálsdóttir og Böðvar Bragi Pálsson

Golfklúbburinn Setberg (GSE)  5.-9. júlí 2022 Valgerður Bjarnadóttir og Siggeir Vilhjálmsson

Nesklúbburinn 25. júní – 2. júlí 2022 Karlotta Einarsdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson

Óskar Marinó og Milena klúbbmeistarar GSG 2022

Sem fyrr ber Reykjanesið höfuð og herðar yfir aðra klúbba á Íslandi í meistaramótshaldi. 100% klúbba, þ.e.a.s. ALLIR golfklúbbar  á Reykjanesinu héldu meistaramót!!! STÓRGLÆSILEGT!!!

Reykjaness (4) 15

Golfklúbbur Grindavíkur 13.-16. júlí 2022 Þuríður Halldórsdóttir og Helgi Dan Steinsson.

Golfklúbbur Sandgerðis 6.-9. júlí 2022 Milena Medic og Óskar Marinó Jónsson

Golfklúbbur Suðurnesja 4.-9. júlí 2022 Andrea Ásgrímsdóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 22.-25. júní 2022 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson

Klúbbmeistarar GJÓ 2022 Auður og Rögnvaldur

Á Vesturlandi héldu 5 af 9 klúbbum þar meistaramót. Það er svipað og oft áður. Af þeim 4 klúbbum, sem ekki héldu meistaramót er það einna helst Glanni, sem áður fyrr stóð fyrir meistaramótum með glæsibrag og væri gaman að sjá Glanna aftur meðal klúbba sem halda meistaramót. Hinir 3 klúbbarnir eru ekki að halda meistaramót: Skrifla, Húsaflell og Staðarsveitin; en gaman er þó að sjá að allir þessir 3 klúbbar eru a.m.k. með 1 mót skráð í mótaskránni!!!

Vesturland (9) 24

Golfklúbbur Borgarness 29. júní – 2. júlí 2022 Hansína Þorkelsdóttir og Bjarki Pétursson

Golfklúbburinn Glanni – 2 mót Bjarni og Bjarni-mót – Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Húsafells Eitt mót – Opna bjórmótið 17. júní 2022 Ekkert meistaramót

Golfklúbburinn Jökull Ólafsvík (GJÓ) – 12. júlí – 14. júlí 2022 Auður Kjartansdóttir og Rögnvaldur Ólafsson

Golfklúbburinn Leynir (GL) 4.-9. júlí 2022 Vala María Sturludóttir og Björn Viktor Viktorsson

Golfklúbburinn Mostri (GMS) 29. júní – 2. júlí 2022 Helga Björg Marteinsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson

Golfklúbburinn Skrifla Tvö mót – Opna Nes – og Snorramótið Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Staðarsveitar 3 mót Kríumót – Töðugjöldin – Tuddamót  – Ekkert meistaramót

Golfklúbburinn Vestarr (GVG)  6.-9. júlí 2022 Anna María Reynisdóttir og Sigurþór Jónsson.

Bjarney Guðmundsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GÍ 2022

Á Vestfjörðum héldu 50% klúbba meistaramót, sem er minna en oft áður. Munar þar mestu að Golfklúbbur Patreksfjarðar hélt ekki meistaramót í ár, sem þó hefir oft staðið fyrir meistaramóti! Leiðinlegt að sjá að Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri og Golfklúbbur Hólmavíkur hafi ekkert mót á dagskra – en t.a.m. Golfklúbbur Hólmavíkur stóð áður fyrir Hamingjumóti og Gláma var oft með 17. júní mót á dagskrá. Það væri gaman a.m.k. að sjá þau mót aftur í mótaskránni.

Vestfirðir (6) 30

Golfklúbbur Bíldudals 1.-2. júlí 2022 Guðný Sigurðardóttir og Heiðar Ingi Jóhannsson

Golfklúbbur Bolungarvíkur 15.-16. júlí 2022 Wirot Khiansanthia

Golfklúbburinn Gláma Þingeyri – Engin mót 🙁

Golfklúbbur Hólmavíkur Engin mót

Golfklúbbur Ísafjarðar 29. júní – 2. júlí 2022 Bjarney Guðmundsdóttir og Hrafn Guðlaugsson

Golfklúbbur Patreksfjarðar 17 mót – Ekkert meistaramót

Arnar og Anna Karen Arnarsbörn klúbbmeistarar GSS 2021 og 2022

Norðurland vestra (4) 34

Hér eru 75% golfklúbba, sem halda meistaramót, sem er meðal hæsta hlutfalls meistaramótshalds á landinu. Gaman væri þó að sjá þetta hlutfall verða 100% ef Golfklúbbur Skagastrandar færi aftur að halda meistaramót, en klúbburinn hefir áður staðið fyrir meistaramótum með glæsibrag!

Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) 7.-9. júlí 2022 Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Jóhann Sigurbjörnsson

Golfklúbbur Sauðárkróks Skagafirði (GSS) 11.-16. júlí 2022 Anna Karen Hjartardóttir og Arnar Hjartarson

Golfklúbbur Skagastrandar (GSK) Ekkert meistarmót

Golfklúbburinn ÓS – 1.-2. júlí 2022 Birna Sigfúsdóttir og Eyþór Franzson Wechner

Andrea Ýr og Eyþór Hrafnar Akureyrarmeistarar 2022

Norðurland eystra (8) 42

Á Norðurlandi eystra eru 50% klúbba, sem standa fyrir meistaramótum: GA, GH, GHD og GFB. Gljúfri og Vopnafjörður halda ekki meistaramót, nú sem endranær, en Lundur og Mývatnssveitin hafa verið duglegri á undanförnum árum að halda meistaramót og væri gaman að sjá þá aftur meðal klúbba, sem standa fyrir meistaramóti.

Golfklúbbur Akureyrar 6.-9. júlí 2022 Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Eyþór Hrafnar Ketilsson

Golfklúbbur Fjallabyggðar 4.-9. júlí 2022 Brynja Sigurðardóttir og Sigurbjörn Björnsson

Golfklúbburinn Gljúfri Ásbyrgi – Engin mót

Golfklúbburinn Hamar Dalvík (GHD) 6.-9. júlí 2022 Marsibil Sigurðardóttir og Andri Geir Viðarsson.

Golfklúbbur Húsavíkur 6.-9. júlí 2022 Birna Dögg Magnúsdóttir og Valur Snær Guðmundsson.

Golfklúbburinn Lundur Eitt mót Rafeyri Vanur/Óvanur – Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Mývatnssveitar Engin mót 🙁

Golfklúbbur Vopnafjarðar Engin mót

Jóna Benny og Halldór Sævar Birgisson klúbbmeistarar GHH 2022

Austfirðir (6) 48

Á Austurlandi er sem fyrr aðeins Golfklúbburinn Höfn í Hornafirði sem heldur uppi heiðri Austurlands í meistaramótshaldi. Stundum hefir Golfklúbbur Fjarðarbyggðar haldið meistaramót, en svo er ekki í ár.  Það eru því aðeins 16% klúbba á Austurlandi, sem halda meistaramót – en þar er í raun engin breyting milli ára. Það væri þó gaman að sjá fleiri klúbba á Austurlandi fara að standa fyrir meistaramótum … a.m.k. golfklúbb Fjarðar- byggðar aftur.

Golfklúbbur Byggðarholts Tvö mót – Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Fjarðarbyggðar Eitt mót Opna Snæfugsmótið 2022 – Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs – Tvö mót – Ekkert meistaramót

Golfklúbburinn Höfn í Hornafirði (GHH) 8-10. júlí 2022 Jóna Benný Kristjánsdóttir og Halldór Sævar Birgisson.

Golfklúbbur Neskaupsstaðar (GN) 18 mót – Ekkert meistaramót

Golfklúbbur Seyðisfjarðar 17 mót – Ekkert meistaramót

Feðginin Katrín Embla og Hlynur Geir klúbbmeistarar GOS 2022

Suðurland (15) 63

Ætli fækkun á meistaramótshaldi milli ára megi ekki skýra að einhverju leyti með fækkun klúbba á Suðurlandi sem halda meistaramót.  Í ár heldur golfklúbburinn Geysir ekki meistaramót, eins og var reyndar í fyrra, en klúbburinn er að opna aftur, eftir nokkurt hlé. Hann er einn þeirra klúbba, sem hefir haldið meistaramót. Það sama er að segja um Golfklúbbinn að Hellishólum, sem er með ekkert mót skráð í Golfboxið og sama er að segja með Golfklúbbinn Vík, en Golfklúbburinn Vík hefir haldið þau endrum og eins. Það munar um minna þegar 3-4 klúbbar, sem stundum hafa staðið fyrir meistaramótum, halda þau ekki. Og eins er leiðinlegt að sjá að ENGIN mót eru á dagskrá hjá Ásatúninu og Tuddunum, hvorki meistaramót, sem önnur. Á Suðurlandi eru þó 67% klúbba sem halda meistaramót og er það gott þegar litið er til þess að á Suðurlandi eru flestir golfklúbbar á landinu skráðir eða 15 af 62.  Tíu þessara klúbba héldu meistaramót í ár.

Golfklúbbur Ásatúns Engin mót

Golfklúbburinn Dalbúi 16.-17. júlí 2022 Sigrún María Ingimundardóttir og Magnús Gunnarsson

Golfklúbburinn Flúðir 15.-16. júlí 2022 Hafdís Ævarsdóttir og Einar Einarsson

Golfklúbburinn Geysir – Engin mót

Golfklúbburinn Hellishólum – Engin mót

Golfklúbburinn Hellu Rangárvöllur (GHR) 6.-9. júlí 2022 Guðný Rósa Tómasdóttir og Andri Már Óskarsson

Inga Dóra Konráðsdóttir og Fannar Ingi Steingrímsson klúbbmeistarar GHG 2022

Golfklúbbur Hveragerðis (GHG) 29.júní – 2. júlí 2022 Inga Dóra Konráðsdóttir og Fannar Ingi Steingrímsson

Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) 14.-16. júlí 2022 Theodóra Stella Hafsteinsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson

Golfklúbbur Selfoss (GOS) 4.-9. júlí 2022 Katrín Embla Hlynsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson

Golfklúbburinn Tuddi Engin mót

Golfklúbburinn Úthlíð (GÚ) 15.-16. júlí 2022 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Jónas Guðmarsson

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) 6.-9. júlí 2022 Katrín Harðardóttir og Örlygur Helgi Grímsson

Golfklúbburinn Vík Engin mót

Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) 29. júní – 2. júlí 2022 Kolbrún Stefánsdóttir og Helgi Róbert Þórisson.

Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) 29. júní – 2. júlí 2022 Ásgerður Sverrisdóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.