Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2011 | 21:30

Viðtalið: Erlingur Arthúrsson, formaður GHG.

Það er Erlingur Arthúrsson, formaður Golfklúbbs Hveragerðis sem situr fyrir svörum í dag. Hér fer viðtalið við Erling: Fullt nafn: Erlingur Arthúrsson. Klúbbur: GHG. Hvar og hvenær fæddistu?    Ég fæddist á Ísafirði, 20. febrúar 1961. Hvar ertu alinn upp? Ég fór frá Ísafirði 25 ára gamall til Þýskalands; var fyrst í Hannover og síðan 9 ár í München. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni í golfi?  Ég er fráskilinn og á 2 stráka, en þeir eru ekki í golfi. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég var eitthvað í kringum 20 ára þegar ég byrjaði að slá aðeins. Svo var ég 1 ár í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ) árið 1985 , en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2011 | 20:00

Viðtalið: Maurizio Veloccia frá Ítalíu – Spilar golf við Dino Zoff, fyrrum landsliðsmarkvörð Ítala í fótbolta

Maurizio Veloccia, golfkennari og flugmaður frá Róm á Ítalíu var einn þeirra sem vann til verðlauna á Cadiz Cup 2011 golfmótinu, sem fram fór 5. maí 2011, í Arcos Gardens, á Spáni. Hann m.a. þrætti fyrir að besta lasagne í heimi væri búið til af þeirri, sem viðtalið tók og væri aðeins fáanlegt á Íslandi – mama hans í Róm byggi til besta lasagne-ið… en fannst hins vegar spennandi að uppskriftin ætti rætur að rekja til Rómar… Hugsanlega að um sömu uppskrift sé að ræða?  Hér fer viðtalið við Mauricio: Nafn: Maurizio Veloccia. Fæðingardagur: Ég kom í heiminn 4 dögum á eftir þér, í Róm, Valentínusardaginn 14. febrúar 1968. Hverjar eru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2011 | 16:30

Viðtalið: Guðmundur og Guðjón – Golfklúbbur Öndverðarness

Viðtalið í dag er við tvo í stjórn Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ), þá Guðmund, formann og Guðjón, ritara klúbbsins. Hér fer viðtalið: Fullt nöfn: Guðjón Sigurður Snæbjörnsson og  Guðmundur Ebenezer Hallsteinsson. Klúbbur: GÖ. Hvar og hvenær fæddust þið?    Guðjón: Ég fæddist á Raufarhöfn 27. apríl 1955. Guðmundur:  Ég er fæddur á Akranesi, 3. janúar 1956. Hvar eruð þið aldir upp? Guðjón: Ég ólst upp á Raufarhöfn til 17 ára aldurs, fluttist síðan til Reykjavíkur og svo í Hafnarfjörðinn. Guðmundur: Ég var á Akranesi til 7 ára aldurs og ólst svo upp í Laugarnesinu; Bugðulæk nánar tiltekið. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni, sem spilar golf?   Guðjón: Ég er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2011 | 18:30

Viðtalið: Krysztina Batta tvöfaldur meistari áhugamanna í golfi frá Ungverjalandi

Crysztina Batta frá Ungverjalandi sigraði Cadiz Cup 2011, sem fram fór á Arcos Gardens golfvellinum 5. maí í vor. Hún er tvöfaldur ungverskur meistari í golfi. Hún byrjaði að skrifa um golf á golfvefsíðu en er nú eigandi ferðskrifstofu, sem sérhæfir sig í golfferðum bæði til Ungverjalands og frá Ungverjalandi.  Hún er jafngóð og yndisleg og hún er falleg… og svo er hún góð í golfi að auki. Hér fer viðtalið við Crysztinu: Nafn: Crysztina Batta. Hvar og hvenær  fæddistu? Ég fæddist í Búdapest 31. október 1968. Hvar ertu alin upp? Ég er fædd og alin upp í Ungverjalandi en hef búið á mörgum stöðum m.a.  á Ítalíu, í Kanada og í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2011 | 14:00

Viðtalið: Ágústa Sveinsdóttir, GK

Viðtalið í dag er við Ágústu Sveinsdóttur, GK, sem í sumar var ræsir á Hvaleyrinni. Hún er ein af þessum sterku kvenkylfingum í Golfklúbbnum Keili. Hér fer viðtalið: Fullt nafn:   Ágústa Sveinsdóttir. Klúbbur: GK. Hvar og hvenær fæddistu?    Ég fæddist í Hafnarfirði, nánar tiltekið Sólvangi þann 8. desember 1954. Hvar ertu alin upp?  Ég er alin upp í Hafnarfirði – ég átti heima í Rvík í 3 ár, annars hef ég alltaf verið í Hafnarfirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni í golfi?  Ég er gift og á 2 dætur og 5 barnabörn. Tengdasynir mínir hafa verið í golf, en dætur mínar hafa ekki komið sér í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2011 | 12:00

Viðtalið: Signý Arnórsdóttir, GK – stigameistari GSÍ 2011

Viðtalið í dag, aðfangadag, er við stigameistara GSÍ 2011 og afrekskylfing GK.  Signýju Arnórsdóttur, Signý spilaði í bandaríska háskólagolfinu á síðasta ári en tekur sér hvíld frá því, þennan vetur. Framtíðina í golfinu segir hún óráðna. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Signý Arnórsdóttir. Klúbbur: GK. Hvar og hvenær fæddistu?    Í Reykjavík, 9. september 1990. Hvar ertu alin upp?  Ég átti heima í 5 ár í Danmörku og síðan hérna í Hafnarfirðinum. Ég er Hafnfirðingur. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni, sem spilar golf?  Ég bý heima hjá pabba og mömmu og á tvo bræður. Sá eldri er aðeins að fikta – Hann æfir ekki – þetta er bara áhugamál Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2011 | 18:30

Viðtalið: Davíð Gunnlaugsson, GKJ

Viðtalið í dag er við Davíð Gunnlaugsson, laganema og kylfing með meiru. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Davíðs. Fullt nafn: Davíð Gunnlaugsson. Klúbbur: GKJ Hvar og hvenær fæddistu?  Reykjavík, 7. nóvember 1988. Hvar ertu alinn upp? Í Mosfellsbæ. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég á tvær systur og einn bróður, Andra 12 ára, Björg 20 ára og Eydísi, 29 ára, Ekkert af þeim er í golfi. Kærastan mín er Heiða Guðna. Hvenær byrjaðir þú í golfi?    Ég byrjaði 11 ára á golfnámskeiði hjá GKJ og Einar Bjarni, sem er með golfspjall.is núna var leiðbeinandi. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Ég bý Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2011 | 20:00

Viðtalið: Svavar Geir Svavarsson, GO

Annað viðtalið í dag er við Svavar Geir Svavarsson, sem alla tíð hefir verið í GO. Þegar spilað á Urriðavelli í Oddinum eru miklar líkur á að rekast á Svavar Geir, sem er þar nær öllum stundum yfir sumartímann. Hér fer viðtalið við Svavar Geir: Fullt nafn:  Svavar Geir Svavarsson. Klúbbur: GO. Hvar fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 26. desember 1972, bjó fyrst að Tjarnarbóli í Vesturbænum. Hvar ertu alinn upp? Í Kópavogi frá 2 ára aldri. Hverjar eru fjölskylduaðstæður –  er einhver í fjölskyldunni, sem spilar golf?  Ég er í sambúð með Etnu Sigurðardóttir og við eigum Róbert Atla 12 ára og Arnar Daða, 2 ára. Það eru allir í fjölskyldunni  í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2011 | 15:00

Viðtalið: Magnús Lárusson, GKJ

Annað af 2 viðtölum á Golf 1 í dag er við einn högglengsta kylfing landsins: Magnús Lárusson, sem alla tíð hefir verið félagi í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Magnúsar. Fullt nafn: Magnús Lárusson. Klúbbur: GKJ. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég er Mosfellingur í húð í og hár, þó spítalinn sé í Reykjavík, en þar fæddist ég 2. október 1985. Hvar ertu alinn upp? Á Leirutanganum í Mosfellsbænum. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf?  Ég er í sambúð með Hörpu Ómarsdótur, sem er að byrja að stíga sín fyrstu skref í golfinu – eini golfhringurinn hennar til þessa er spænskur, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2011 | 09:00

Viðtalið: Nökkvi Gunnarsson, NK

Nökkvi Gunnarsson, golfkennari í NK, vann í gær, 20. desember 2011, glæsilegan sigur á Open Golf America (OGA) Tour, sem er mótaröð í Flórída. Hann er nú staddur í Flórída til þess að bæta við sig námi í golfkennaranum auk þess sem hann tekur þátt í OGA Tour og Florida Professional Golf Tour, en mót á þeim mótaröðum eru aðallega haldin á svæðinu milli Tampa og Orlando. Í viðtali við Nökkva kom fram að hann hefði lítinn tíma til golfleiks á sumrin vegna þess að þá væri háannatími hjá sér í að kenna golf. Engu að síður tók Nökkvi þátt í nokkrum mótum með góðum árangri í sumar og er þar Lesa meira