Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2011 | 18:30

Viðtalið: Krysztina Batta tvöfaldur meistari áhugamanna í golfi frá Ungverjalandi

Crysztina Batta frá Ungverjalandi sigraði Cadiz Cup 2011, sem fram fór á Arcos Gardens golfvellinum 5. maí í vor. Hún er tvöfaldur ungverskur meistari í golfi. Hún byrjaði að skrifa um golf á golfvefsíðu en er nú eigandi ferðskrifstofu, sem sérhæfir sig í golfferðum bæði til Ungverjalands og frá Ungverjalandi.  Hún er jafngóð og yndisleg og hún er falleg… og svo er hún góð í golfi að auki. Hér fer viðtalið við Crysztinu:

Nafn: Crysztina Batta.

Hvar og hvenær  fæddistu? Ég fæddist í Búdapest 31. október 1968.

Hvar ertu alin upp? Ég er fædd og alin upp í Ungverjalandi en hef búið á mörgum stöðum m.a.  á Ítalíu, í Kanada og í Belgíu.

Hvað varstu að gera á Ítalíu? Ég var að læra tungumál, ensku og ítölsku.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Fyrir 11 árum síðan – árið 2000.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég átti kærasta. Hann vildi endilega byrja í golfi, en ég sagði að það væri bara eitthvað fyrir gamlingja. Ég dróst í golfið hans vegna… nú erum við hætt saman… en ég er enn í golfi…

Hvað starfar þú?   Ég er sálfræðingur og starfaði áður sem „headhunter“ fyrir stórfyrirtæki – þ.e. að greina fólk áður en það var ráðið í stöður innan fyrirtækisins.  Ég vann við að finna hæft fólk fyrir ferðaskrifstofur.  Núna er ég framkvæmdastjóri á ferðaskrifstofu  og er með vefsíðu, þar sem ég skrifa um golf í Ungverjalandi.  Sjá má heimasíðu ferðaskrifstofu Krisztinu hér:  GOLF TRAVEL

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Ég spila venjulega parklandvelli (skógarvelli) vegna legu Ungverjalands – en mér finnst linksarar bæði framandi og spennandi.

Crysztina Batta, tvöfaldur ungverskur meistari og sigurvegari á Cadiz Cup 2011. Mynd: Golf 1.

Hvað eru margir golfvellir í Ungverjalandi?  Þeir eru 8, 18 holu

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir  þinn/þínir í Ungverjalandi? Pannonia Golf and CC í Mariavolgy, sem er í 40 km fjarlægð frá Budapest.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Oitavos í Portugal í Cascais. (Það er linksari).

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? International Club du Rova á Madagascar. Hann er eini 18 holu golfvöllurinn á eyjunni og greenin voru svo stór og úr sandi.

Hvað ertu með í forgjöf? 5,6

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 73  í Búdapest í keppni.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, ég var bæði í blaki og fimleikum allt frá því ég 3 ára. Foreldrar mínir vildu að ég næði árangri og var send í spes skóla, þar sem 4 klst. á hverjum degi fóru í íþróttir. Þegar ég var 11 ára varð ég að velja og ég valdi blak. Ég var farin að spila sem atvinnumaður í blaki en meiddist á hné og ökkla og varð að hætta.

Krisztina á æfingasvæðinu á San Roque golfvellinum í Cadiz. Mynd: Golf 1.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbókin þín?  Uppáhaldsmaturinn minn er súpa; uppáhaldsdrykkur er rauðvín á vetrum og hvítvín á sumrin; uppáhaldstónlist er hverskyns pop; uppáhaldskvikmyndin mín er Thomas Crowne Affair og uppáhaldsbókin mín er Silk eftir Alessandro Baricco.

Hverjir eru uppáhaldskylfingarnir þínir nefndu 1 kvenkyfing og 1 karlkylfing? Kk: Phil Mickelson . Kvk: Annika Sörenstam.

Hver er besti karl- og hver er besti kvenkylfingur í Ungverjalandi? Kk.: Daniel Kovari. Kvk.: Csilla Rozsa.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Allt í pokanum hjá mér er Cleveland og uppáhaldskylfan er 4 járn.

Hvað finnst þér best við golfið? Andlegi þátturinn.

Nú eru tiltölulega fáir golfvellir í Ungverjalandi – er enginn áhugi á golfi í Ungverjalandi?  Rússar eyðilögðu golfið í Ungverjalandi. En það er gömul hefð fyrir því – við eigum í raun 100 ára afmæli í ár. Vegna kommúnismans voru allir vellir eyðilagðir. Þeir sögðu að þetta væri dýr, snobbuð borgaraleg íþrótt, sem ekki átti samleið með kenningum þeirra.

Eigið þig einhvern ungverskan kylfing karlkyns eða kvenkyns sem spilað hefur á Evróputúrnum eða í Bandaríkjunum á L(PGA)? – Nei, en á  2. og 3. áratug síðustu aldar áttu Ungverjar kylfinga sem voru framarlega í golfheiminum.

Er golf almenningssport í Ungverjalandi eða er það frekar eitthvað sem er frátekið fyrir elítuna, er það heldrimannaíþrótt? Það er því miður enn frekar íþrótt, sem þeir sem eru betur hafandi stunda.

Hvert er meginmarkmið þitt í lífinu? Að vera hamingjusöm.