Viðtalið: Davíð Gunnlaugsson, GKJ
Viðtalið í dag er við Davíð Gunnlaugsson, laganema og kylfing með meiru. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Davíðs.
Fullt nafn: Davíð Gunnlaugsson.
Klúbbur: GKJ
Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík, 7. nóvember 1988.
Hvar ertu alinn upp? Í Mosfellsbæ.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á tvær systur og einn bróður, Andra 12 ára, Björg 20 ára og Eydísi, 29 ára, Ekkert af þeim er í golfi. Kærastan mín er Heiða Guðna.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 11 ára á golfnámskeiði hjá GKJ og Einar Bjarni, sem er með golfspjall.is núna var leiðbeinandi.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég bý nálægt vellinum og vantaði eitthvað að gera og fór með Kristjáni Þór og Kára Erni á námskeið.
Hvað starfar þú? Ég er aðstoðarþjálfari hjá GKJ og er í skóla á veturna þ.e. í lögfræði í HÍ.
Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvelli? Við strandvelli. Það er gaman að spila í vindi – annars er þetta beggja blands ég hef ekki bara gaman af að spila á þeim, skógarvellir eru fínir líka.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni. Það er meiri keppni meðan maður er að spila.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hvaleyrin.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Condado Alhama á Spáni – nálægt Murcia (Er Jack Nicklaus 7700 metra af öftustu) – Þetta er flottur völlur, hannaður fyrir Ryder Cup og verður örugglega spilaður einhvern daginn á Evróputúrnum. (Innskot: Hér má sjá myndskeið frá Condado Alhama)
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það er völlur í Vejle í Danmörku. Þar var rosa hæðamismunur. Völlurinn er byggður í hlíð og 50m fall beint niður á eitt greenið.
Hvað ertu með í forgjöf? 1,7
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 67 á Hliðavelli í móti.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 16-18 ára 2005.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Það er aldrei eins. Það er mismunandi eftir því hvort maður er að leika sér eða keppa oftast banana. Ef maður er að keppa þá leggur maður meira upp úr því en þegar maður leikur sér með vinunum. Oft nennir maður ekki að hafa fyrir neinu nesti þá og stundum er ég með ekkert.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var bæði í fót- og handbolta með Aftureldingu.
Hversu stór hluti af golfinu er andlegur í prósentum talið þegar þú ert að keppa? Svona u.þ.b. 50% er andlegur.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er allur jólamatur; uppáhaldsdrykkurinn er pepsi; ég hlusta lítið á tónlist en ætli ég segi bara ekki Coldplay eða eitthvað svoleiðis, uppáhaldskvikmyndin er Gladiatior og Harry Potter er uppáhaldsbókin.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Miguel Ángel Jiménez. Kvk: Annika Sörenstam.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Taylormade dræver og 3 tré – Callaway járn og wedgar – Odyssey pútter og gulir Srixon boltar. Uppáhaldskylfan er 58° wedge.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, Árna Jónssyni og Inga Rúnari Gíslasyni.
Ertu hjátrúarfullur? Já frekar – gaffallinn og kylfuhreinsirinn er alltaf í sama vasa og ég er alltaf með 2 tí á mér.
Hver eru meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu er það bara að hafa gaman og ná lengra á Íslandi og fara holu í höggi. Í lífinu er það að halda áfram í golfi og öllu, eignast fjölskyldu, verða gamall og hafa gaman af lífinu.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er ábyggilega best hvað það er opið fyrir alla og fjölbreytt.
Ertu með eitthvað gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að hafa þolinmæði er ráð sem á við alla kylfinga, sérstaklega afrekskylfinga.
Að síðustu:
Spurning frá fyrri kylfingi (Svavari Geir Svavarssyni, GO): Hvað finnst þér að ættu að vera hámarksfjöldi holla á velli 18, 27 eða 36?
Svar Davíðs: 36 en spurning hvort öll gætu verið á vellinum á sama tíma – 36 er hægt en örugglega of mikið 27 ætti að ganga vel – 18 er allaveganna allt of lítið.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Davíðs fyrir næsta kylfing: Flestir fuglar á einum hring?
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid