Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2014 | 08:50

Hver er kylfingurinn: Anna Nordqvist?

Anna Nordqvist hefir ekki gert endasleppt það sem af er ársins; hún er þannig búin að sigra tvívegis á sterkustu mótaröð heims, LPGA mótaröðinni; þ.e. fyrri sigurinn kom fyrir 2 mánuðum í Honda LPGA Thailand  og síðan sigraði hún nú um helgina þ.e. 30. mars 2014 á Kia Classic mótinu.  Stórglæsilegt hjá Solheim Cup stjörnunni Nordqvist!!! En hver er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist? Anna fæddist í Eskilstuna í Svíþjóð 10. júní 1987 og er því 26 ára. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segir fjölskyldu sína og þjálfarana Katarínu Vangdal og Maríu Bertilskjöld hafa haft mest áhrif á sig í golfinu. Sem stendur er Anna nr. 10 á lista Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 22:30

Málþing um „Golf sem lífstíl“ – stutt samantekt

Í upphafi skyldi endinn skoða. Í kvöld var haldið stórskemmtilegt málþing á vegum GSÍ, sem bar yfirskriftina „Golf sem lífstíll“ með 5 fyrirlesurum, ávarpi forseta GSÍ, Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar í upphafi og samantekt varaformanns GSÍ, Hauks Arnar Birgissonar í lokin. Hér verður tæpt á samantekt Hauks Arnar, sem býður sig fram til forseta GSÍ á Golfþingi á morgun.   Golf 1 mun fjalla ítarlegar um fyrirlestra einstakra fyrirlesara á næstu dögum. Haukur Örn byrjaði á að fara yfir langan og fróðlegan fyrirlestur formanns R&A 2013, Pierre Bechmann. Það sem Hauki Arnari fannst athyglivert í fyrirlestri Bechmann er að R&A gerir ekkert nema að vera beðið um það, R&A taka ekki að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2013 | 23:30

Styrktarmót Soroptimista hjá GO – 1. júní 2013


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 20:00

Viðtalið: Siggi Sveins, GKJ.

Flestir kannast við Sigga Sveins fyrrum landsliðsmann í handbolta, sem m.a. tók þátt fyrir Íslands hönd í Ólympíuleikunum 1984 og 1988.  Færri vita að hann er frábær kylfingur sem m.a. sigraði nú s.l. helgi, þ.e. 23. mars 2013, í punktahluta Opna Vormóts GKJ I og Golf Outlet.  Viðtal Golf1 í kvöld er við eina bestu skyttu í handboltanum, sem Ísland hefir átt, sem nú dúndrar golfboltum ofan í holu af miklum móð – hefir m.a. næstum farið „holu í hendingu“ þ.e. „hent ofan í holu í einu kasti,  en nánar um það hér í viðtalinu:   Fullt nafn: Sigurður Valur Sveinsson. Klúbbur:  Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ (GKJ). Af hverju ertu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2012 | 21:30

Viðtalið: Steinunn Sæmundsdóttir, GR.

Viðtalið í kvöld er við Steinunni Sæmundsdóttur, GR, tvöfaldan Íslandsmeistara í flokki 50+ árið 2011 og  árið 2010, 9 faldan klúbbmeistara kvenna í GR og 12 faldan Íslandsmeistara á skíðum. Steinunn var fyrst kvenna valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 1980 og er varla neinn kveníþróttamaður Íslands betur að þeim heiðri kominn. Steinunn byrjaði aftur að spila golf sumarið  2010 eftir mikil veikindi í kjölfar slyss og strax það sumar vann Steinunn tvívegis á Íslandsmóti. Hér fer viðtalið við Steinunni Sæmundsdóttur: Fullt nafn: Steinunn Sæmundsdóttir. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu?    Ég fæddist í Reykjavík, 28. nóvember 1960. Hvar ertu alin upp?  Ég er alin upp í Hvassaleitinu. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 16:00

Viðtalið: Julien Bacqués, frá Frakklandi

Í blálok síðasta árs var hér á Golf 1 sagt frá Cádiz Cup, sem fram fór í Arcos Gardens, 5. maí 2011.  Mótið er boðsmót, þar sem boðið er golffréttamönnum og fulltrúum golfferðaskrifstofa. Af hálfu Íslands var Heimsferðum og Golf1.is boðið að þessu sinni. Golf 1 tók viðtöl við 7 þátttakendur í Cadiz Cup, sem komu víðsvegar að frá Evrópu. Tvö þessara viðtala hafa þegar birtst, þ.e. við Krizstinu Batta, tvöfaldan meistara áhugamanna í Ungverjalandi og Mauricio Veloccia, golfkennara á Ítalíu. Hér birtist 3. viðtalið við Frakkann Julien Bacqués, sem búsettur er í Austurríki. Fullt nafn: Julien Bacqués. Hvar fæddistu?  Í Nantes, Frakklandi, 14. nóvember 1976. Hvar ertu alinn upp?  Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2012 | 09:00

Nýi humarskeljagolfboltinn

Við erum alltaf að leita að leiðum til þess að fara betur með umhverfið okkar. Hefðbundnir golfboltar eru ekki sérlega umhverfisvænir, sbr. eftirfarandi þýðingu greinarhöfundar á frétt CNN, sem birtist á iGolf, 8. nóvember 2010: „Golfboltaúrgangur er að verða að umhverfislegu áhyggjuefni á þessari plánetu. Þannig segir í frétt frá CNN: „Rannsóknarteymi danska golfsambandsins komst að því að það tekur golfbolta milli 100 til 1000 ár að brotna niður með náttúrulegum hætti. Þetta eru hræðilegar staðreyndir þegar haft er í huga að talið er að um 300 milljónir golfbolta týnist eða sé hent í Bandaríkjunum einum saman… á hverju ári. Umfang vandans hlaut staðfestingu nú nýlega í Skotlandi þar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2012 | 20:00

Viðtalið: Dagur Ebenezersson, GK.

Annar sigurvegara í Gamlársdagspúttmóti Golfklúbbsins Keilis, Dagur Ebenenezersson, GK, situr fyrir svörum í dag. Þátttakendur í mótinu voru um 120 og luku 113 keppni.  Dagur varð í 1.-2. sæti, með 27 pútt, en var fljótur að leiðrétta þá er þetta ritar, sagðist hafa orðið í 2. sæti, því seinni 9 hefði hann spilað á 15 púttum, en Hinrik A. Hansen, GK, sem var á sama púttafjölda, vann, fór seinni 9, á 12 púttum. Dagur sagðist hafa byrjað á 10. holu og þrípúttað strax á 11. holu þegar hann missti 40 cm pútt. Hann einpúttaði hins vegar eftir það 10 sinnum á hringnum góða og sagði það skelfilegt að missa púttið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2012 | 21:00

Viðtalið: Stefán Teitur Þórðarson, GL.

Fyrsta viðtal ársins 2012 er við Stefán Teit Þórðarson, 13 ára, í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Stefán Teitur spilaði á Arionbankamótaröð unglinga  s.l. sumar, 2011, með góðum árangri og komst m.a. í fréttirnar þegar hann fór holu í höggi á 16. braut á Hamarsvelli í Borgarnesi á einu mótanna á mótaröðinni.  Þá var hann 12 ára. Stefán Teitur er ekki bara í golfi, heldur æfir líka fótbolta með ÍA. Ráðið, sem Stefán Teitur gefur öðrum kylfingum í lok viðtalsins er eftirminnilegt og gott; reyndar var allt viðtalið við Stefán Teit gott,  því hér er greinilega á ferðinni flottur framtíðaríþróttamaður. Hér fer viðtalið við Stefán Teit: Fullt nafn: Stefán Teitur Þórðarson. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2011 | 22:30

Viðtalið: Þórdís Geirs, GK.

Þórdísi Geirsdóttur þarf ekki að kynna fyrir nokkrum kylfingi á Íslandi – ef einhver á skilið titilinn golfdrottning Íslands þá er það Þórdís. Hún á að baki fjölda Íslandsmeistaratitla, m.a. á þessu ári þegar hún varð Íslandsmeistari 35+ í 8. sinn, nú í Öndverðarnesinu, oftar en nokkur önnur. Eins hefir henni gengið framúrskarandi á ýmsum opnum mótum m.a. Opna Icelandair Golfers mótinu, sem fram fór 14. maí í ár á Hvaleyrinni. Þátttakendur voru um 170 og vann Þórdís höggleikinn á 71 höggi, og var efst hvort heldur var meðal karl-eða kvenkylfinga. Hún varð í 1. sæti í höggleik af konunum í  Opna Heimsferðamóti hjá GHG og GOS, 5. júní 2011 Lesa meira