Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 19:00

Evróputúrinn: Pieters efstur e. 2. dag í Abu Dhabi

Það er Thomas Pieters frá Belgíu sem er efstur þegar Abu Dhabi HSBC Championship er hálfnað. Pieters hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). Rory átti frábæran 2. hring upp á 66 högg og er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (69 66). „Hinn ókrýndi konungur Abu Dhabi í golfinu“ Martin Kaymer er búinn að spila á samtals 7 undir pari 137 höggum (69 68) og Henrik Stenson hefir leikið á einu höggi síður þ.e. samtals 6 undir pari (70 68). Hægt er að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Matthew Baldwin (12/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson frá Englandi og Henric Sturehed frá Svíþjóð verið kynntir, en þeir eru tveir af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í kvöld verður Matthew Baldwin kynntur. Matthew Baldwin fæddist 26. febrúar 1986 og er því 31 árs. Baldwin er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 17:00

Koepka frá vegna meiðsla

Brooks Koepka verður að öllum líkindum frá keppni næstu 10 vikur vegna rifinnar sinar að hluta í vinstri úlnlið, en Koepka vonast þó til að geta spilað í Masters. Koepka tilkynnti um hina rifnu  Extensor Carpi Ulnaris (ECU) sin sína í fréttatilkynningu í dag. Sem stendur er Koepka nr. 8 á heimslistanum og í 29. sæti í FedexCup stigalistanum. Koepka mun verða af nokkrum mótum á PGA Tour m.a. tveimur heimsmeistaramótum (ens: World Golf Championships, skammst.: WGC). En ef hann stendur við 10 vikna fjarveru þá ætti hann að koma aftur 30. mars n.k., sem er föstudaginn fyrir Masters vikuna. „Ég er pirraður yfir að geta ekki spilað skv. áætlun,“ sagði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson -19. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Eins er Elías Björgvin aðstoðarþjálfari hjá HK. Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:   Elías Björgvin Sigurðsson (21 árs – Innilega til hamingju með stórafmælið!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (78 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (55 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (46 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (43 ára); Brian Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sigríður Carlsdóttir og Heiðar Ingi Svansson– 18. janúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru Anna Sigríður Carlsdóttir og Heiðar Ingi Svansson. Anna Sigríður er fædd 18. janúar 1948 og á 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Anna Sigríður Carlsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Heiðar Ingi er fæddur 18. janúar 1968 á á því 50 ára stórafmæli í dag.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Heiðar Ingi Svansson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Peter Uihlein (50/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 12:30

13 ára sigrar DJ í „næstur holu“ keppni – Myndskeið

Dustin Johnson alías D (72) varð ekki aðeins að láta í minni pokann fyrir Tommy Fleetwood (66) og Rory McIlroy (69) á fyrsta degi Abu Dhabi HSBC Championship. Jafnvel 13 ára strákur var betri en DJ, Oscar Murphy, 13. ára, sló af teig á 177-yarda (162 metra) 15. holunni í „Sigrið atvinnumanninn“ áskoruninni á 1. degi Abu Dhabi HSBC Championship. Murphy sem er frá Norður-Írlandi, er einn af framtíðarfálkunum (en svo nefnast unglingar í klúbbnum í Abu Dhabi þ.e. Falcons) sló með 3-tré 25 fet (7,6 m) frá holu og var nær henni en þeir báðir DJ og Fleetwood. „Þetta var ótrúlegt högg,“ sagði Fleetwood eftir höggið „Ég og Rory sögðum báðir: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 12:00

Írskir golfvallarstarfsmenn um mikilvægi þess að gera við boltaför

Myndin í aðalfréttaglugga lítur e.t.v. út eins og endinn á æfingarsvæði við lok á löngum, annríkum degi – en svo er ekki. Þetta er flötin á par-3 4. braut Galway Bay Golf Resort á vesturströnd Írlands, þar sem langþreyttir vallarstarfsmenn ákváðu að það væri tími að stappa niður fæti eða öllu heldur stappfylla flötina af golfboltum. Ástæðan: Hver golfbolti merkir eitt óviðgert boltafar. Aðstoðarvallarstjórinn Gary Byrne setti myndina á Twitter s.l. þriðjudag og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Golfvallarstarfsmenn um allt Írland fóru að dæmi Byrne og félaga og allir voru að tvíta myndum af því hversu mörg óviðgerð boltaför eru á flötum á „þeirra völlum“. Þetta er ágæt og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Kendall Dye (27/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 09:45

Evróputúrinn: Fleetwood í forystu í Abu Dhabi snemma á 1. degi

Það er Tommy Fleetwood sem tekið hefir forystuna á Abu Dhabi HSBC Championship snemma dags, en mótið er fyrsta mót Evrópumótaraðarinnar 2018. Fleetwood kom í hús á 6 undir pari 66 höggum. Rory lék ágætlega, hann kláraði 1. hring eftir meiðsl á 3 undir pari, 69 höggum og er sem stendur T-6. Hins vegar ollu Bandaríkjamennirnir vonbrigðum á 1. degi Dustin Johnson og Matt Kuchar, báðir á sléttu pari heilum 6 höggum á eftir forystumanninum, sem og Justin Rose sem lék á 1 undir pari 71 höggi. Þetta er snemma dags og margir s.s. Martin Kaymer sem ekki einu sinni hafa hafið hringi sína og á margt eftir að breytast Lesa meira