Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 19:00

Evróputúrinn: Pieters efstur e. 2. dag í Abu Dhabi

Það er Thomas Pieters frá Belgíu sem er efstur þegar Abu Dhabi HSBC Championship er hálfnað.

Pieters hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65).

Rory átti frábæran 2. hring upp á 66 högg og er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (69 66).

„Hinn ókrýndi konungur Abu Dhabi í golfinu“ Martin Kaymer er búinn að spila á samtals 7 undir pari 137 höggum (69 68) og Henrik Stenson hefir leikið á einu höggi síður þ.e. samtals 6 undir pari (70 68).

Hægt er að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: