Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 12:30

13 ára sigrar DJ í „næstur holu“ keppni – Myndskeið

Dustin Johnson alías D (72) varð ekki aðeins að láta í minni pokann fyrir Tommy Fleetwood (66) og Rory McIlroy (69) á fyrsta degi Abu Dhabi HSBC Championship.

Jafnvel 13 ára strákur var betri en DJ,

Oscar Murphy, 13. ára, sló af teig á 177-yarda (162 metra) 15. holunni í „Sigrið atvinnumanninn“ áskoruninni á 1. degi Abu Dhabi HSBC Championship.

Murphy sem er frá Norður-Írlandi, er einn af framtíðarfálkunum (en svo nefnast unglingar í klúbbnum í Abu Dhabi þ.e. Falcons) sló með 3-tré 25 fet (7,6 m) frá holu og var nær henni en þeir báðir DJ og Fleetwood.

Þetta var ótrúlegt högg,“ sagði Fleetwood eftir höggið „Ég og Rory sögðum báðir: „Við eigum þetta ekki í farteskinu!

Sjá má höggið góða hjá Murphy með því að SMELLA HÉR: