Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Peter Uihlein (50/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018.

Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour.

Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour.

Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var á toppnum. Hann hefir þegar verið kynntur, Chesson Hadley, efsti maður á peningalista Web.com Tour 2017. Það sama hefir verið gert við þá sem komust á PGA gegnum Finals.

Nú á bara eftir að kynna þann sem sigraði í Web.com Finals. Sá sem var sigurvegari og komst inn á PGA Tour í gegnum Web.com Tour finals er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein en hann var með verðlaunafé á Web.com Finals upp á samtals $185,864. Það gefur því augaleið að þessi grein er lokagreinin um „Nýju strákana á PGA 2018.“

Peter Uihlein

Peter Uihlein fæddist 29. ágúst 1989 í New Bedford, Massachusetts og er því 28 ára.

Uihlein er 1,85 m á hæð og 86 kg.

Peter er sonur Tinu og Wally Uihlein , en Wally er formaður og aðalframkvæmdastjóri Acushnet Company, golfvöruframleiðanda sem framleiðir m.a. Titleist og önnur merki. Því er oft vísað til Peter sem „Titleist-erfingjans“, en fyrir utan að vera vellauðugur hefir Peter umgengist alla helstu golfsnillinga samtímans frá blautu barnsbeini.

Þegar Peter var 13 ára (2002) fluttist hann til Bradenton í Flórída til þess að vera í golfprógrammi golfkennarans þekkta David Leadbetter í IMG Academy’s Pendleton School.

Peter Uihlein var valinn leikmaður ársins af Ungkylfingasambandi Bandaríkjanna, American Junior Golf Association (skammstafað: AJGA) árið 2005; og var 5. drengurinn í sögu þessarar viðurkenningar til þess að hljóta hana oftar en einu sinni, en á þessum lista eru m.a. Phil Mickelson og Tiger Woods.

Peter var í Sports Illustrated grein árið 2006 þar sem var m.a. umfjöllun um aðra efnilega unga íþróttamenn s.s. Tyreke Evans, A. J. Green og John Tavares.

Árið 2007 sigraði Uihlein Terra Cotta Invitational.

Árið 2008 ákvað Uihlein að nema við Oklahoma State University, en þar átti hann í erfiðleikum með leik sinn allt nýliðaár sitt.

Engu að síður var Uihlein valinn í sigurlið Bandaríkjanna 2009 í Walker Cup þar sem hann sigraði allar viðureignir sínar (er með rekorð upp á 4-0); hann vann Dixie Amateur í desember 2009;  hann sigraði í US Amateur 2010 og var um tíma (frá maí 2010) nr. 1 á heimslista áhugamanna.

Þá er aðeins fátt eitt týnt til.

Eftir að hafa orðið nr. 2 á the Big 12 Championship og the NCAA Division I Men’s Golf Championships, sigraði Uihlein á the Sahalee Players Championship (átti 7 högg á næsta mann).

Á 21. afmælisdegi sínum vann Uihlein David Chung 4 & 2 í 36-holu lokaviðureign U.S. Amateur á Chambers Bay í University Place, Washington.Uihlein varð þannig 4. Oklahoma State leikmaðurinn til þess að sigra; sá fyrsti var Scott Verplank  1984. Í september, hlaut Uihlein Mark H. McCormack Medal fyrir að vera á toppi heimslista áhugamanna eftir frábært gengi á   European Amateur og U.S. Amateur events.

Þegar Uihlein var næstefstubekkingur (ens.: junior) í háskóla hlaut hann Ben Hogan Award, sem er veitt besta háskólagolfaranum í Bandaríkjunum. Hann var einnig útnefndur a first team All-American. Uihlein reyndi án árangurs að verja titil sinn í U.S. Amateur árið 2011 þar sem hann féll út í fjórðungsúrslitum. Uihlein tók þátt í lokaúrtökumótum Evróputúrsins og PGA Tour 2011, en hlaut ekki kortið sitt í gegnum þau mót. Hann ákvað að gerast atvinnumaður í desember 2011.

Sigrar Uihlein sem áhugamanns samantekið:
2006 St. Augustine Amateur
2007 Terra Cotta Invitational
2009 Dixie Amateur
2010 Sahalee Players Championship, U.S. Amateur, Dixie Amateur
2011 Northeast Amateur

Peter Uihlein var í bandaríska háskólagolfinu með liði Oklahoma State

Atvinnumennskan
Uihlein varð T-12 á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Áskorendamótaröð Evrópu árið 2012 þ.e. Gujarat Kensville Challenge. Uihlein hefir einnig spilað á Sólskinstúrnum s-afríska, þar sem hann varð T4 árið 2013 á Tshwane Open, en þetta er mót sem unnið er í samstarfi við Evróputúrinn. Uihlein sigraði í fyrsta sinn sem atvinnumaður í golfi 2013 á Madeira Islands Open, sem er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Áskorendamótaraðar Evrópu. Hann var í 14. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar 2013, þar sem honum tókst 8 sinnum að vera meðal efstu 10 í mótum og var útnefndur Sir Henry Cotton Rookie nýliði ársins á Evróputúrnum.

Árið 2017, spilaði hann á the Puerto Rico Open á PGA Tour í boði styrktaraðila og varð í 5. sæti Viku síðar varð hann í 23. sæti á Shell Houston Open. Þessi mót urðu til þess að hann fékk þátttökurétt á 2017 Web.com Tour Finals. Hann vann fyrsta mótið og hlaut mest verðlaunafé allra og ávann sér þar með kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2017–18.

Sigrar Uihlein sem atvinnumanns í golfi samantekið:

*Evróputúrinn Madeira Islands Open – 19. maí 2013.

*Web.com Tour sigur Nationwide Children’s Hospital Championship 3. september 2017.

Besti árangur Uihlein í risamóti er T-44 árangur á Opna breska 2017.

Uihlein er nr. 55 á heimslistanum og spilar nú á mótaröð þeirra bestu PGA Tour keppnistímabilið 2017-2018.

Að lokum er vert að geta þess að núverandi kærasta Peter er Chelsea Gates og má sjá hana fagna sigrinum á Web.com Tour í september sl. hér á myndinni að neðan:

Sigurvegari Nationwide Children’s Hospital Championship Peter Uihlein ásamt kærustu sinni Chelsea Gates