Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 12:00

Írskir golfvallarstarfsmenn um mikilvægi þess að gera við boltaför

Myndin í aðalfréttaglugga lítur e.t.v. út eins og endinn á æfingarsvæði við lok á löngum, annríkum degi – en svo er ekki.

Þetta er flötin á par-3 4. braut Galway Bay Golf Resort á vesturströnd Írlands, þar sem langþreyttir vallarstarfsmenn ákváðu að það væri tími að stappa niður fæti eða öllu heldur stappfylla flötina af golfboltum.

Ástæðan: Hver golfbolti merkir eitt óviðgert boltafar.

Aðstoðarvallarstjórinn Gary Byrne setti myndina á Twitter s.l. þriðjudag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Golfvallarstarfsmenn um allt Írland fóru að dæmi Byrne og félaga og allir voru að tvíta myndum af því hversu mörg óviðgerð boltaför eru á flötum á „þeirra völlum“.

Þetta er ágæt og þörf áminning! Það VERÐUR að gera við boltaför.

Ef gert er við boltafar á réttan hátt nær flötin sér á 24 tímum. Ef ekkert er gert og boltafarið er óviðgert í 2 tíma tekur það flötina allt að 2 mánuði að jafna sig.

Óviðgerð boltaför eru gróðrastía sjúkdóma og sýkinga.  Leggja ætti skilaboðin á skiltinu hér að neðan á minnið OG FARA EFTIR ÞEIM!!! Boðskapurinn: Gerið við boltaför!!!