Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2018 | 09:45

Evróputúrinn: Fleetwood í forystu í Abu Dhabi snemma á 1. degi

Það er Tommy Fleetwood sem tekið hefir forystuna á Abu Dhabi HSBC Championship snemma dags, en mótið er fyrsta mót Evrópumótaraðarinnar 2018.

Fleetwood kom í hús á 6 undir pari 66 höggum.

Rory lék ágætlega, hann kláraði 1. hring eftir meiðsl á 3 undir pari, 69 höggum og er sem stendur T-6.

Hins vegar ollu Bandaríkjamennirnir vonbrigðum á 1. degi Dustin Johnson og Matt Kuchar, báðir á sléttu pari heilum 6 höggum á eftir forystumanninum, sem og Justin Rose sem lék á 1 undir pari 71 höggi.

Þetta er snemma dags og margir s.s. Martin Kaymer sem ekki einu sinni hafa hafið hringi sína og á margt eftir að breytast eftir því sem líður á daginn.

Sjá má stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship með því að SMELLA HÉR: