Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2018 | 17:00

Koepka frá vegna meiðsla

Brooks Koepka verður að öllum líkindum frá keppni næstu 10 vikur vegna rifinnar sinar að hluta í vinstri úlnlið, en Koepka vonast þó til að geta spilað í Masters.

Koepka tilkynnti um hina rifnu  Extensor Carpi Ulnaris (ECU) sin sína í fréttatilkynningu í dag.

Sem stendur er Koepka nr. 8 á heimslistanum og í 29. sæti í FedexCup stigalistanum.

Koepka mun verða af nokkrum mótum á PGA Tour m.a. tveimur heimsmeistaramótum (ens: World Golf Championships, skammst.: WGC).

En ef hann stendur við 10 vikna fjarveru þá ætti hann að koma aftur 30. mars n.k., sem er föstudaginn fyrir Masters vikuna.

Ég er pirraður yfir að geta ekki spilað skv. áætlun,“ sagði Koepka m.a. í fréttatilkynningunni. „En ég hef trú á læknum mínum og meðferð sem þeir hafa fyrirskipað og ég hlakka til að tía upp á Masters.