Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 11:00

LPGA: Jiyai Shin sigraði á Canberra Classic

Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jiyai Shin, frá S-Kóreu, sem sigraði með miklum yfiburðum á ActewAGL Canberra Classic mótinu, sem fram fór á Royal Canberra golfvellinum dagana 9.- 11. febrúar Shin lék á samtals 19 undir pari, 197 höggum (65 68 64). Í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir varð heimakonan Minjee Lee, en henni fataðist flugið á lokahringnum þegar hún lék á 73 höggum. Í 3. og 4. sæti urðu Anne VanDam (3. sæti) á 12 undir pari og Pernilla Lindberg (4. sæti) á 11 undir pari Þessar fjórar voru þær einu sem voru á tveggja stafa tölu yfir pari. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 09:30

PGA: DJ og Potter efstir á AT&T Pebble Beach ProAm – Hápunktar 3. dags

Það eru nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) og Ted Potter Jr. sem eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn í dag á AT&T mótinu á Pebble Beach í Flórída. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 201 höggi; DJ (PG) lék á 67 64 70 og Ted Potter Jr. (MP) á 68 71 62. Þeir Troy Merritt og Jason Day deila 3. sætinu á samtals 12 undir pari, 2 höggum á eftir forystumönnunum. Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach ProAm SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T Pebble Beach ProAm SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta í leik DJ á 3. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 09:00

Ný jóganámskeið f. kylfinga að hefjast hjá Birgittu

Nú er búið að opna skráningu fyrir næstu námskeið hjá golfjoga.is, en eins og nafnið ber með sér er hér um að ræða sérsniðna jógatíma fyrir kylfinga. Komast má á Facebook síðu golfjoga.is með því að SMELLA HÉR: Kennarinn er hin sívinsæla Birgitta Guðmundsdóttir. Það var fullt hjá Birgittu  i alla 4 hópa hjá henni á síðasta námskeiði og þá mættu um 98 manns. Námskeiðin eru hrikalega skemmtileg. Hér koma upplýsingar fyrir næstu námskeið sem byrja 19. og 20. febrúar. Búið að bæta við auka námskeiði i Hreyfingu i hádegi á mánudögum og miðvikudögum því þar var biðlisti. TAKMARKAÐUR FJÖLDI ER Í ALLA HÓPA. Hér er linkur inn á námskeiðið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 08:00

Jillian Grace Wisniewski varð 25 ára í gær – 10. febrúar 2018

Jillian Grace Wisniewski varð 25 ára í gær – 10. febrúar 2018. So? kynnu sumir að segja. Aðrir spyrja sig e.t.v. hver Jillian er og hvað hún sé að gera á golfsíðu? Nýr kylfingur? Nei, fyrir þá sem ekki fylgjast með þá er Jillian kærasta bandaríska kylfingsins Justin Thomas. Og hvað er Golf 1 alltaf að skrifa um kærustur þekktra kylfinga eða WAG´s eins og þær eru nefndar á ensku? (WAG stytting úr Wives and Girlfriends). Jú, fyrir utan að þær eru oft hæfileikaríkar, gullfallegar og flottar konur, þá hafa þær oftar en ekki áhrif á golfleik kylfinganna sem þær eru með. Dæmi: Tekið var eftir hvað golfleikur Rory McIlroy dalaði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 07:00

Kylfingar (Pak og Park) á Vetrarólympíuleikunum?

Sl. föstudag (9, febrúar 2018) hófust vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang S-Kóreu 2018 með stórri opnunarhátíð. Þeir í Kóreu komu öllum á óvart í lok athafnarinnar því LPGA Tour kylfingurinn Inbee Park bar Ólympíukyndilinn inn á völlinn. Kylfingur á Vetrarólympíuleikunum? Skýringin á þessu er einföld. Park vann til gullverðlauna í Ríó 2016 á sumarleikunum (að vísu í golfi) og fékk því þann heiður að vera kyndilberi á vetrarólympíuleikunum. En Park var ekki eini kylfingurinn í Pyeongchang. Með henni var einn farsælasti kvenkylfingur S-Kóreu, hin 40 ára Se Ri Pak. Pak bar fána S-Kóreu, en Pak var þjálfari kvennagolfliðs S-Kóreu á sumarólympíuleikunum 2016.


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (1)

Tveir lögmenn, John og Amanpreet, fara og spila 9 holurnar sem þeir gera reglulega. John býður Amarpreet að þeir leggi 5000 kr. undir. Amanpreet samþykkir og þeir hefja leikinn. Eftir 8. holuna þá leiðir Amanpreet með einu höggi, en 9. teighögg hans lendir í röffinu. „Hjálpaðu mér að finna boltann minn. Leitaðu þarna, “ segir hann við John. Eftir nokkrar mínútur hefir hvorugur þeirra fundið bolta Armanpreet. Þar sem týndur bolti kostar 4 punkta víti, þá dregur Amanpreet laumulega bolta úr vasa sínum og hendir honum á jörðina. „Ég hef fundið boltann minn,“ tilkynnir hann John. „Eftir öll þau ár sem við höfum verið félagar og spilað saman,“ byrjar John „myndirðu þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Kristoffer Broberg (26/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Í dag verður sá kynntur sem varð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Danivalsdóttir – 10. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Katrín Danivalsdóttir. Katrín er fædd 10. febrúar 1958 og á því merkisafmæli í dag. Hún er mikill FH-ingur. Katrín er gift Sveinbirni Björnssyni og dótturina Guðnýju. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Katrínu til hamingju með afmælið hér að neðan: Katrín Danivalsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Unnur Rikey Helgadottir, 10. febrúar 1949 (69 ára); Herdís Sigurjónsdóttir, GK, 10. febrúar 1949 (69 ára); Greg Norman, 10. febrúar 1955 (63 ára); Mike Whan, framkvæmdastjóri LPGA, 10. febrúar 1965 (52 ára); Einar Lyng Hjaltason, 10. febrúar 1971 (47 ára); Steinar Páll Ingólfsson, GK, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Mireia Prat (12/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 12:00

Claret bikar John Daly til sölu

Claret Jug, eignarverðlaunagripur John Daly frá því hann sigraði á Opna breska 1995, er til sölu. Líkt og öllum sigurvegurum fékk  Daly að halda upprunalega bikarnum, Claret Jug í 1 ár og var líka boðið að kaupa sér eftirlíkingar til þess að minnast þessa afreks. Sagt er að Daly hafi keypt tvær eftirlíkingar og nú er önnur þeirra sem sagt til sölu hjá Heritage Auction, sem býður upp bikarinn. Þegar þessi grein er rituð er hæsta boð $30.000 og 2 vikur eftir þar til uppboðsfrestur rennur út. Talið er að verðlaunagripur Daly gæti farið fyrir svo mikið sem $100.000,- Þess mætti geta að sigurtékki Daly fyrir að sigra á Opna breska Lesa meira