Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 11:00

LPGA: Jiyai Shin sigraði á Canberra Classic

Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Jiyai Shin, frá S-Kóreu, sem sigraði með miklum yfiburðum á ActewAGL Canberra Classic mótinu, sem fram fór á Royal Canberra golfvellinum dagana 9.- 11. febrúar

Shin lék á samtals 19 undir pari, 197 höggum (65 68 64).

Í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir varð heimakonan Minjee Lee, en henni fataðist flugið á lokahringnum þegar hún lék á 73 höggum.

Í 3. og 4. sæti urðu Anne VanDam (3. sæti) á 12 undir pari og Pernilla Lindberg (4. sæti) á 11 undir pari

Þessar fjórar voru þær einu sem voru á tveggja stafa tölu yfir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Canberra Classic í heild SMELLIÐ HÉR: