Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 07:00

Kylfingar (Pak og Park) á Vetrarólympíuleikunum?

Sl. föstudag (9, febrúar 2018) hófust vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang S-Kóreu 2018 með stórri opnunarhátíð.

Þeir í Kóreu komu öllum á óvart í lok athafnarinnar því LPGA Tour kylfingurinn Inbee Park bar Ólympíukyndilinn inn á völlinn.

Kylfingur á Vetrarólympíuleikunum?

Skýringin á þessu er einföld. Park vann til gullverðlauna í Ríó 2016 á sumarleikunum (að vísu í golfi) og fékk því þann heiður að vera kyndilberi á vetrarólympíuleikunum.

En Park var ekki eini kylfingurinn í Pyeongchang. Með henni var einn farsælasti kvenkylfingur S-Kóreu, hin 40 ára Se Ri Pak. Pak bar fána S-Kóreu, en Pak var þjálfari kvennagolfliðs S-Kóreu á sumarólympíuleikunum 2016.