Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 09:00

Ný jóganámskeið f. kylfinga að hefjast hjá Birgittu

Nú er búið að opna skráningu fyrir næstu námskeið hjá golfjoga.is, en eins og nafnið ber með sér er hér um að ræða sérsniðna jógatíma fyrir kylfinga. Komast má á Facebook síðu golfjoga.is með því að SMELLA HÉR:

Kennarinn er hin sívinsæla Birgitta Guðmundsdóttir. Það var fullt hjá Birgittu  i alla 4 hópa hjá henni á síðasta námskeiði og þá mættu um 98 manns. Námskeiðin eru hrikalega skemmtileg.
Hér koma upplýsingar fyrir næstu námskeið sem byrja 19. og 20. febrúar. Búið að bæta við auka námskeiði i Hreyfingu i hádegi á mánudögum og miðvikudögum því þar var biðlisti.

TAKMARKAÐUR FJÖLDI ER Í ALLA HÓPA.

Hér er linkur inn á námskeiðið í HREYFINGU SMELLIÐ HÉR: 

Hér er linkur inn á námskeiðið í WORLDCLASS SMELLIÐ HÉR: 

Kennt verður sem hér segir:
mánud og miðvikud kl 12:00-13:00
þriðjud og fimmtud kl 18:30-19:30 Worldclass Breiðholt
þriðjud og fimmtud kl 20:15-21:15 Hreyfing

Þessir tímar henta öllum sem stunda golf, byrjendum sem og lengra komnum.

Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara. Áhersla er lögð  á að styrkja líkamann, auka sveigjanleika og jafnvægi. Umfram allt er einbeiting og úthald aukið, sem minnkar líkur á meiðslum og kylfingar komast í betra form fyrir sumarið.

PS: Skyldi Kermit vera kylfingur? Hér að neðan er a.m.k. mynd af einum frænda hans í golfi.

Frændi Kermit í golfi