Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 08:00

Jillian Grace Wisniewski varð 25 ára í gær – 10. febrúar 2018

Jillian Grace Wisniewski varð 25 ára í gær – 10. febrúar 2018.

So? kynnu sumir að segja. Aðrir spyrja sig e.t.v. hver Jillian er og hvað hún sé að gera á golfsíðu? Nýr kylfingur?

Nei, fyrir þá sem ekki fylgjast með þá er Jillian kærasta bandaríska kylfingsins Justin Thomas.

Og hvað er Golf 1 alltaf að skrifa um kærustur þekktra kylfinga eða WAG´s eins og þær eru nefndar á ensku? (WAG stytting úr Wives and Girlfriends).

Jú, fyrir utan að þær eru oft hæfileikaríkar, gullfallegar og flottar konur, þá hafa þær oftar en ekki áhrif á golfleik kylfinganna sem þær eru með.

Dæmi: Tekið var eftir hvað golfleikur Rory McIlroy dalaði þegar hann var með Caroline Wozniacki. Nú þegar allt er rólegra í kringum hann í einkalífinu og hann kvæntur Ericu Stoll gengur honum betur (jafnvel þó hann hafi ekki náð niðurskurði á AT&T Pebble Beach Pro Am).

Ekki ófrægari maður en golfgoðsögnin Gary Player hefir látið hafa eftir sér að kylfingum, atvinnukylfingum sérstaklega gangi ekki vel nema allt sé í lagi í einkalífinu. Það hefir það svo sannarlega verið hjá Player en hann kvæntist eiginkonu sinni Vivienne Verwey (sem er systir atvinnumannsins Bobby Verwey) 19. janúar 1957, 5 árum eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfi (sjá brúðkaupsmyndina af þeim hér að neðan).

Gary og Vivienne Player 1957

Saman eiga þau 6 börn: Jennifer, Marc, Wayne, Michele, Theresu og Amöndu. Gary er líka orðinn 21 faldur afi. Á upphafsdögum ferils síns vakti Gary mikla athygli hvar sem hann kom, þar sem hann ferðaðist milli móta með eiginkonu, 6 börn, barnapíur og barnakennara í eftirdragi. Hann var frægur fyrir að vilja ekki ferðast nema fjölskyldan fylgdi…. og honum gekk vel í golfi s.s. 165 titlar á ferli hans bera vitni um, þ.á.m. 9 risatitlar).

Í gær varð Jillian 25 ára – e.t.v. ekki í frásögur færandi – nema hvað hún er í Chicago og Justin Thomas á Pebble Beach í AT&T Pebble Beach ProAm.  Hann engu að síður flaug þvert yfir Bandaríkin til þess að geta verið með sinni heittelskuðu þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundur.  Ja, þegar ástin er annars vegar …..

Það er gott að samband Justin og Jillian er svo gott sem raun ber vitni, því honum gengur þá líka vel út á velli – hefir sigrað í 8 mótum þar af 7 á PGA Tour (sá 8. var sigur á Web.com Tour) og hefir átt ár ævi sinnar í fyrra 2017, þegar hann sigraði í fyrsta risamóti sínu, PGA Championship – reyndar komu 5 af sigrum hans í fyrra, 2017, sem varð til þess m.a. að hann varð efstur á peningalista PGA og var valinn kylfingur ársins 2017).  Jillian á eflaust sinn þátt í því.  En í stuttu máli hver er þessi fallega kærasta Justin Thomas?

Jillian heitir sem sagt fullu nafni Jillian Grace Wisniewski og er fædd 10. febrúar 1993. Hún er dóttir Bruce og Rose Wisniewski.og á einn eldri bróður, Mark og einn yngri bróður, Joseph. (Er miðjubarn).

Jillian útskrifaðist frá  University of Kentucky 2015 (þar sem Ragnhildur Kristinsdóttir, GR er við nám og spilar golf nú)  með gráðu í blaðamennsku. Eftir útskrift hefir hún unnið hjá Mcgarrybowen í Chicago. Hún er þar skráð sem framkvæmdastýra.

Jillian Wisniewski er mun meira prívat en kærastinn t.a.m. er hún á félagsmiðlunum, en lokar á alla utanaðkomandi og reynir að láta sem minnst á sér bera. Hins vegar er hægt að sjá hana í fjölmörgum myndum (sú síðasta af afmælinu í gær) á instagram síðu kærasta síns JT (Sjá með því að SMELLA HÉR: )

Eins má sjá fleiri myndir af þeim skötuhjúum með því að SMELLA HÉR: )