Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Kristoffer Broberg (26/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi.

Í dag verður sá kynntur sem varð einn í 8. sætinu, en hann lék á 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Kristoffer Broberg, sem enn á við í dag, með því að SMELLA HÉR: