Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Tiffany Chan (48/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku keppni í 14. sæti í Flórída

Dagur Ebenezersson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Spring Invite Intercollegiate á Fleming Island í Flórída, dagana 12.-13. febrúar s.l. Gestgjafar voru Lincoln Memorial University. Mótið fór fram á hinum 6.633 yarda, par-71 keppnisvelli Fleming Island golfklúbbsins. Dagur varð í 89. sæti í einstaklingskeppninni af 92 keppendum, en Catawba lauk leik í 14. sæti af 17 liðum sem þátt tóku. Hann lék á samtals 31 yfir pari, 244 höggum (85 74 85). Sigurvegari í einstaklingskeppninni var Juan Iturra, úr Flagler háskóla en hann lék á samtals 3 undir pari, 210 höggum (70 69 71). Næsta mót Catawba er 5.-6. mars á heimavelli og ber heitið Richard Rendleman Invitational. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 07:00

LPGA: Ólafía úr leik – Valdís T-34 og spilar um helgina!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingar úr GR og GL léku í gær 2. hring sinn á ISPS Handa Women´s Australia Open. Skemmst er frá því að segja að Valdis Þóra flaug í gegnum niðurskurð; átti annan glæsihring upp á par, 72 högg.  Samtals er Valdís Þóra því á parinu, 144 höggum (72 72). Hún er sem stendur T-34. Seinni hringur hennar var hins vegar ansi skrautlegur- hún fékk glæsilegan örn,  5 fugla, en á móti komu einnig 3 skollar og 2 skrambar. Ólafía Þórunn átti hins vegar afleitan hring upp á 77 högg og er úr leik – náði ekki niðurskurði, sem var miðaður við samtals 3 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 22:00

EGA: Guðrún Brá valin í sveit Evrópu í Patsy Hankins bikarnum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var í dag valin í sveit Evrópu í Patsy Hankins bikarnum. Patsy Hankins bikarinn er mót með Solheim Cup formi þar sem tvö lið keppa – annars vegar ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Evrópu og síðan ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Asíu-og Kyrrahafslöndunum. Mótið teigir sig yfir 3 daga og er fjórmenningur spilaður fyrir hádegi og fjórbolti eftir hádegi fyrstu tvo keppnisdagana og síðan tvímenningur 3. og síðasta keppnisdag. Gefið er 1 stig fyrir sigur 1/2 þegar jafnt er og 0 stig fyrir tap. Mótið fer fram í Doha golfklúbbnum í Qatar dagana 8.-10. mars n.k. Valið er í liðið eftir frammistöðu kylfinga á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 8. sæti í Nevada

Sigurlaug Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í 1. móti vorannar skólans, JTP Golf Invitational. Mótið fór fram í Henderson, Nevada 12.-13. febrúar 2018. Sigurlaug lék á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (81-80-81) og varð T-36 af 51 keppanda Lið Drake var í 8. sæti af 9 sem þátt tóku. Næsta mót Sigurlaugar og Drake er 12. mars n.k. í Dallas, Texas.  


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís – 15. febrúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eiga því bæði 22 ára afmæli í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Þórdís Rögnvaldsdóttir (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (67 ára); Johann J Ingolfsson (61 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Southgate og Waring efstir á NBO Oman Open – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Paul Waring og Matthew Southgate sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á Evróputúrnum, NBO Oman. Báðir hafa þeir Waring og Southgate spilað á 7 undir pari, 65 höggum. Keppt er á Al Mouj Golf í Muscat, Oman. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Matthew Southgate með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á NBA Oman Open með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á NBO Oman Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 07:00

LPGA: Valdís Þóra á parinu e. 1. dag í Adelaide

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 1. hring sínum á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu, á parinu. Valdís Þóra fékk 4 fugla og 2 skolla og einn ólukkans skramba á lokaholuna. Þvílík spilamennska, en Valdís Þóra hefði alveg getað sleppt þessum skramba!!! Valdís Þóra er núna T-30, þ.e. deilir 30. sætinu með öðrum, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum – þó allar séu farnar út núna – þannig að sætistalan getur enn breyst. Þær sem voru í ráshóp með Valdísi, Paula Reto frá S-Afríku var á 1 yfir pari, 73 höggum og Saranporn Langkulgasettri frá Thaílandi lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Valdís því best Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 05:45

LPGA: Valdís Þóra farin út á ISPS Handa mótinu – Fylgist með HÉR

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er farin út á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu, þ.e. hún fór út kl. 4:09 í nótt að íslenskum tíma. Nú þegar þetta er ritað kl. 6 hefir Valdís Þóra spilað 11 holur á  1 undir pari  – er búin að fá 3 fugla og 1 skolla. Glæsileg spilamennska þetta og vonandi að framhald verði á næstu 7 holurnar! Valdís Þóra er núna T-30, þ.e. deilir 30. sætinu með öðrum, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum – þó allar séu farnar út núna – þannig að sætistalan getur enn breyst. Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóra á ISPS Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 02:15

LPGA: Ólafía Þórunn á +2 e. 1 dag í Adelaide

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  var rétt í þessu að ljúka hring sínum á ISPS Handa Women´s Australia Open, í Adelaide, Ástralíu. Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er sem stendur T-69 (athugið að sætistalan getur breyst en fjölmargar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og jafnvel fara út). Á hring sínum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 5 skolla. Ólafía Þórunn var í ráshóp með Angelu Stanford og Cydney Clanton; Stanford lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og Clanton á 2 undir pari, 70 höggum. (Sjá má kynningu Golf 1 á Clanton með því að SMELLA HÉR:) Þegar þetta Lesa meira