Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 07:00

LPGA: Valdís Þóra á parinu e. 1. dag í Adelaide

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 1. hring sínum á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu, á parinu.

Valdís Þóra fékk 4 fugla og 2 skolla og einn ólukkans skramba á lokaholuna.

Þvílík spilamennska, en Valdís Þóra hefði alveg getað sleppt þessum skramba!!!

Valdís Þóra er núna T-30, þ.e. deilir 30. sætinu með öðrum, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum – þó allar séu farnar út núna – þannig að sætistalan getur enn breyst.

Þær sem voru í ráshóp með Valdísi, Paula Reto frá S-Afríku var á 1 yfir pari, 73 höggum og Saranporn Langkulgasettri frá Thaílandi lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Valdís því best í ráshópnum.

Til sjá stöðuna á ISPS Handa Women´s Australia Open mótinu SMELLIÐ HÉR: