Dagur Ebenezersson, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku keppni í 14. sæti í Flórída

Dagur Ebenezersson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Spring Invite Intercollegiate á Fleming Island í Flórída, dagana 12.-13. febrúar s.l.

Gestgjafar voru Lincoln Memorial University.

Mótið fór fram á hinum 6.633 yarda, par-71 keppnisvelli Fleming Island golfklúbbsins.

Dagur varð í 89. sæti í einstaklingskeppninni af 92 keppendum, en Catawba lauk leik í 14. sæti af 17 liðum sem þátt tóku.

Hann lék á samtals 31 yfir pari, 244 höggum (85 74 85).

Sigurvegari í einstaklingskeppninni var Juan Iturra, úr Flagler háskóla en hann lék á samtals 3 undir pari, 210 höggum (70 69 71).

Næsta mót Catawba er 5.-6. mars á heimavelli og ber heitið Richard Rendleman Invitational.