
EGA: Guðrún Brá valin í sveit Evrópu í Patsy Hankins bikarnum
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var í dag valin í sveit Evrópu í Patsy Hankins bikarnum.
Patsy Hankins bikarinn er mót með Solheim Cup formi þar sem tvö lið keppa – annars vegar ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Evrópu og síðan ein 12 kvenna sveit áhugamanna frá Asíu-og Kyrrahafslöndunum.
Mótið teigir sig yfir 3 daga og er fjórmenningur spilaður fyrir hádegi og fjórbolti eftir hádegi fyrstu tvo keppnisdagana og síðan tvímenningur 3. og síðasta keppnisdag. Gefið er 1 stig fyrir sigur 1/2 þegar jafnt er og 0 stig fyrir tap.
Mótið fer fram í Doha golfklúbbnum í Qatar dagana 8.-10. mars n.k.
Valið er í liðið eftir frammistöðu kylfinga á heimslista áhugamanna. Einungis mega að hámarki tveir kylfingar vera í sveitinni frá sama landi.
Um valið á Guðrúnu Brá segir í fréttatilkynningu frá EGA:
„Gudrun Bjorgvinsdottir’s strongest result in 2017 came at the European Ladies’ Amateur Championship, where she finished in fourth-place. The Icelandic player also claimed three top-10s in NCAA events during her time in the Fresno State Women’s Golf Team.“
Auk Guðrúnar Brá eru eftirfarandi 11 kylfingar í sveit Evrópu: Amanda Linner; Annabell Fuller; Bianca Fabrizio; Blanca F. Carcía-Poggio; Clarisse Louis; Elena Moosmann; Frida Kinhult; Isobel Wardle; Paula Grant; Puk Lyng Thomsen og Zhen Bontan. Fyrirliði liðsins er Elaine Ratcliffe frá Englandi.
Nánari upplýsingar um þær sem eru í sveit með Guðrúnu Brá má lesa í fréttatilkynningu EGA með því að SMELLA HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster