Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug og Drake luku keppni í 8. sæti í Nevada

Sigurlaug Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í 1. móti vorannar skólans, JTP Golf Invitational.

Mótið fór fram í Henderson, Nevada 12.-13. febrúar 2018.

Sigurlaug lék á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (81-80-81) og varð T-36 af 51 keppanda

Lið Drake var í 8. sæti af 9 sem þátt tóku.

Næsta mót Sigurlaugar og Drake er 12. mars n.k. í Dallas, Texas.