Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 07:00

LPGA: Ólafía úr leik – Valdís T-34 og spilar um helgina!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingar úr GR og GL léku í gær 2. hring sinn á ISPS Handa Women´s Australia Open.

Skemmst er frá því að segja að Valdis Þóra flaug í gegnum niðurskurð; átti annan glæsihring upp á par, 72 högg.  Samtals er Valdís Þóra því á parinu, 144 höggum (72 72). Hún er sem stendur T-34. Seinni hringur hennar var hins vegar ansi skrautlegur- hún fékk glæsilegan örn,  5 fugla, en á móti komu einnig 3 skollar og 2 skrambar.

Ólafía Þórunn átti hins vegar afleitan hring upp á 77 högg og er úr leik – náði ekki niðurskurði, sem var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra.  Ólafía var á samtals 7 yfir pari, 151 höggi  (74 77).

Í efsta sæti í hálfleik á ISPS Handa Women´s Australia Open er Jin Young Ko frá Suður-Kóreu á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna´a ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: