Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2018 | 02:15

LPGA: Ólafía Þórunn á +2 e. 1 dag í Adelaide

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  var rétt í þessu að ljúka hring sínum á ISPS Handa Women´s Australia Open, í Adelaide, Ástralíu.

Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er sem stendur T-69 (athugið að sætistalan getur breyst en fjölmargar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og jafnvel fara út).

Á hring sínum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 5 skolla.

Ólafía Þórunn var í ráshóp með Angelu Stanford og Cydney Clanton; Stanford lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og Clanton á 2 undir pari, 70 höggum. (Sjá má kynningu Golf 1 á Clanton með því að SMELLA HÉR:)

Þegar þetta er ritað, eru 8 kylfingar efstir og jafnir í 1. sæti, þ.á.m. Íslandsvinurinn og Solheim Cup leikmaðurinn sænski Caroline Hedwall og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko – en allar hafa þær spilað á 4 undir pari, 68 höggum.

Fjölmargar eiga þó eins og segir eftir að ljúka hringjum sínum og jafnvel fara út en meðal þeirra er Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, sem fer út eftir u.þ.b. 1  1/2 tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir kvenkylfingar spila samtímis í móti á bestu kvenmótaröð heims, sem sínir klassann sem íslenskt golf er í um þessar mundir!!!

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: