Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og Bethany luku keppni í 6. sæti í Colorado

Birgir Björn Magnússon, GK og og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, tóku þátt í Southern Colorado Masters. Mótið fór fram í Pueblo CC í Colorado dagana 9.-10. apríl sl. Þátttakendur voru 48 frá 7 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (77 75 86) og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð Bethany í 6. sæti. Sjá má lokastöðuna á Southern Colorado Masters með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2018

Það er Jónína Ragnarsdóttir, sem er afmæliskylingur dagsins. Jónína er fædd 13. apríl 1953. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Jónína Ragnarsdóttir – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, (f. 13. apríl 1891– d. 16. september 1977- Einn fremsti kvenkylfingur Breta); Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (89 ára); Sigurgeir Marteinsson, GK, 13. apríl 1949 (69 ára); Lára Valgerður Júlíusdóttir, 13. paríl 1951 (67 ára); Anna Laufey Sigurdardóttir, 13. apríl 1962 (56 ára); Davis Love III, 13. apríl 1964 (54 ára); Pelle Edberg, 13. apríl 1979 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 14:00

Andrea og Jóhanna Lea við keppni á Írlandi

Andrea Bergsdóttir, GR og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hófu keppni í dag á Irish Girls U18 Open Stroke Play Championship. Mótið fer fram í Roganstown rétt utan við Dublin á Írlandi og eru keppendur 114. Andrea lék 1. hring á 3 yfir pari, 74 höggum og er T-30 eftir 1. dag. Jóhanna Lea hins vegar var á 12 yfir pari, 83 höggum og er T-94 eftir 1.  dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna írska meistaramótinu fyrir stúlkur U18 í höggleik SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik á Opna spænska

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Opna spænska (Open de España). Mótið fer fram á golfvelli Centro Nacional de Golf í Madríd á Spáni, dagana 12.-15. apríl 2018. Birgir Leifur lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (77 67). Niðurskurður var miðaður við samtals 4 undir pari, eða betra. Þetta var 3. mót Birgis Leifs á Evrópumótaröðinni á þessu keppnistímabili. Efstur í mótinu í hálfleik er Írinn Paul Dunne, en hann hefir spilað á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Til þess að sjá stöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar í 3. sæti í holukeppni

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar hans í Louisiana Lafayette tóku þátt í Southern Collegiate Match Play 7. apríl sl. Mótið fór fram á par-71, 6,902-yarda golfvelli Hattiesburg Country Club, í Mississippi. Lið Björns Óskars, The Ragin Cajuns, tapaði naumt fyrir South Alabama 3&2. Björn Óskar tapaði sinni viðureign með minnsta mun. Eftir hádegi var síðan keppni um 3. sætið og þar unnu The Ragin Cajuns, Louisiana Tech 3&2. Aftur tapaði Björn Óskar sinni viðureign, en leikur hans og mótherja hans fór á 23. holu. Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajuns er 16.-17. apríl n.k. í Mississippi.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 23:30

LPGA: Ólafía m/8 högga sveiflu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er úr leik á Hawaii. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð á LOTTE Championship, sem er mót vikunnar á LPGA. Þetta er 6. LPGA mót Ólafíu á 2018 keppnistímabilinu og það 4. sem hún nær ekki niðurskurði. Hún er fallin úr 97. sætinu á stigalistanum niður í 107. sætið, en hún verður að halda sér á topp-100 ætli hún að tryggja sér sæti á LPGA keppnistímabilið 2019. Í dag var 8 högga sveifla hjá Ólafíu – Hún lék Ko Olina á 1 yfir pari 73 höggum en var á 9 yfir pari, 81 höggi fyrsta keppnisdag. Samtals lék Ólafía því hringina 2 á 10 yfir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristjana Andrésdóttir – 12. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Kristjana Andrésdóttir. Hún er fædd 12. apríl 1957 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Kristjana varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Bíldudals (GBB) árið 2012. Hún er gift Heiðari Jóhannssyni. Hér að neðan má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið! Kristjana Andrésdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðný Jónsdóttir, 12. apríl 1961 (57 ára), Guðrún Björg Egilsdóttir; 12. apríl 1963 (55 ára); Donna Andrews, 12. april 1967 (51 árs); Hönnuskart Hanna, 12. apríl 1972 (46 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (43 ára); Evrópumótaröð karla (European Tour), 12. apríl 1973 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 12:00

Fésbókarfærsla Justine Reed – Ástæða sambandsleysis Patrick Reed og foreldra hans

Það hversu slæmt samband Masters-meistarans 2018, Patrick Reed og eiginkonu hans annars vegar og fjölskyldu hans, þ.e. foreldra hans og systur hins vegar er kom berlega í ljós eftir að Justine, eiginkona Patrick birti fésbókarfærslu 2016. Sú fésbókarfærsla birtist síðan í The Sun, en þar kom fram að ástæða sambandsleysis milli Patricks og foreldra hans væri vegna þess að hann hefði í æsku verið munnlega og líkamlega misnotaður (ens. „verbally and physically abused“) af foreldrum sínum. Í fésbókarfærslu Justine stóð: „Þið og allir aðrir vitið ekkert um Patrick og mig eða einkalíf okkar. Foreldrar hans misnotuðu hann munnlega og líkamlega mestallt líf hans, þau misnotuðu áfengi og fóru í slag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 08:30

LPGA: Ko með 5 skolla

Það var fleirum en Ólafíu Þórunni, sem gekk erfiðlega á 1. degi LPGA mótsins LOTTE Championship á Hawaii. Fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna, Lydia Ko var með 5 skolla á 1. hring. Ko byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar, en þeir urðu 5 þegar upp var staðið í fyrsta hring hennar á 4 yfir pari, 76 höggum í Ko Olina golfklúbbnum. Ko var aðeins með einn fugl, líkt og Ólafía en fugl Ko kom á par-3 8. holunni. Lydia Ko er nú komin niður í 16. sætið á Rolex heimslista kvenna. Þess skal getið að mjög hvasst var í Oahu á Ko Olina og setti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 08:00

LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu í Hawaii

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR og LPGA hóf í gær keppni á LOTTE Championship, en mótið er 6. mót hennar á 2018 keppnistímabilinu á LPGA. Ólafía átti afar erfiða byrjun en hún lék Ko Olina völlinn á 9 yfir pari, 81 höggi. Á hringnum fékk hún aðeins 1 fugl, en 7 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Þetta er mjög ólíkt Ólafíu! Sem stendur er niðurskurður miðaður við 2 yfir pari eða betra og verður Ólafía að eiga kraftaverkahring eigi henni að takast að komast í gegnum niðurskurð í dag. Efst í mótinu eftir 1. dag er kínverski kylfingurinn Shanshan Feng á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá Lesa meira