Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og Bethany luku keppni í 6. sæti í Colorado

Birgir Björn Magnússon, GK og og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, tóku þátt í Southern Colorado Masters.

Mótið fór fram í Pueblo CC í Colorado dagana 9.-10. apríl sl.

Þátttakendur voru 48 frá 7 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (77 75 86) og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni varð Bethany í 6. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Southern Colorado Masters með því að SMELLA HÉR: