Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 12:00

Fésbókarfærsla Justine Reed – Ástæða sambandsleysis Patrick Reed og foreldra hans

Það hversu slæmt samband Masters-meistarans 2018, Patrick Reed og eiginkonu hans annars vegar og fjölskyldu hans, þ.e. foreldra hans og systur hins vegar er kom berlega í ljós eftir að Justine, eiginkona Patrick birti fésbókarfærslu 2016.

Sú fésbókarfærsla birtist síðan í The Sun, en þar kom fram að ástæða sambandsleysis milli Patricks og foreldra hans væri vegna þess að hann hefði í æsku verið munnlega og líkamlega misnotaður (ens. „verbally and physically abused“) af foreldrum sínum.

Justine, Patrick og dóttir þeirra Windsor-Wells

Í fésbókarfærslu Justine stóð:

„Þið og allir aðrir vitið ekkert um Patrick og mig eða einkalíf okkar. Foreldrar hans misnotuðu hann munnlega og líkamlega mestallt líf hans, þau misnotuðu áfengi og fóru í slag við hann á bílastæðum eftir lélega golfhringi. Litið var á Patrick sem „matarmiða“ (ens. mealticket) þ.e. einhvern sem myndi framfæra þau fjárhagslega. Þetta eru ekki mín orð heldur hans. Ég elska eiginmann minn og við eigum fallega dóttur, Windsor-Wells Reed og augljóslega þekkir EKKI NEINN YKKAR eiginmann minn vegna þess að ENGINN stjórnar honum. Hann er maður, sem tekur sínar eiginn ákvarðanir og ég sem eiginkona hans hjálpa honum að taka ákvarðanir fyrir fjölskyldu okkar og líf. Við erum teymi. Það síðasta sem ég myndi vilja er að dóttir mín myndi alast upp í umhverfi einsog eiginmaður minn þurfti að gera. Þetta er ekki grátsaga, við höfum engan tíma fyrir það. Þetta er sannleikur. Og ef álit fjölmiðla á honum (Patrick) er óskýr, þá er það bara vegna þess sem foreldrar hans eru að gera. Hver talar svona um börn sín eins og þau hafa gert og skrifa um hann í bók? Þau eru sjúkt fólk og þarfnast hjálpar. Tíminn mun leiða það í ljós. Og fólk er að byrja að vakna og sjá hvers konar fólk foreldrar hans eru raunverulega. Þið ættuð öll að lesa bókina: Breaking the Bonds of Adult Child Abuse. (lausleg þýðing bókarheitis: Að brjóta hlekki barnamisnotkunar). Já, það eru virkilega til bækur um fólk eins og þetta, ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og þau (foreldrar Patrick Reed) eru skólabókadæmi (um fólk sem misnotar börn).“

Í aðalfréttaglugga: Patrick Reed (t.v.) og foreldrar hans, Bill og Jeanette Reed (t.h.).