Andrea Bergsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 14:00

Andrea og Jóhanna Lea við keppni á Írlandi

Andrea Bergsdóttir, GR og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hófu keppni í dag á Irish Girls U18 Open Stroke Play Championship.

Mótið fer fram í Roganstown rétt utan við Dublin á Írlandi og eru keppendur 114.

Andrea lék 1. hring á 3 yfir pari, 74 höggum og er T-30 eftir 1. dag.

Jóhanna Lea hins vegar var á 12 yfir pari, 83 höggum og er T-94 eftir 1.  dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna írska meistaramótinu fyrir stúlkur U18 í höggleik SMELLIÐ HÉR: