Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar í 3. sæti í holukeppni

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar hans í Louisiana Lafayette tóku þátt í Southern Collegiate Match Play 7. apríl sl.

Mótið fór fram á par-71, 6,902-yarda golfvelli Hattiesburg Country Club, í Mississippi.

Lið Björns Óskars, The Ragin Cajuns, tapaði naumt fyrir South Alabama 3&2. Björn Óskar tapaði sinni viðureign með minnsta mun.

Eftir hádegi var síðan keppni um 3. sætið og þar unnu The Ragin Cajuns, Louisiana Tech 3&2. Aftur tapaði Björn Óskar sinni viðureign, en leikur hans og mótherja hans fór á 23. holu.

Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajuns er 16.-17. apríl n.k. í Mississippi.