Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik á Opna spænska

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Opna spænska (Open de España).

Mótið fer fram á golfvelli Centro Nacional de Golf í Madríd á Spáni, dagana 12.-15. apríl 2018.

Birgir Leifur lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (77 67).

Niðurskurður var miðaður við samtals 4 undir pari, eða betra.

Þetta var 3. mót Birgis Leifs á Evrópumótaröðinni á þessu keppnistímabili.

Efstur í mótinu í hálfleik er Írinn Paul Dunne, en hann hefir spilað á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65).

Til þess að sjá stöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: