Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 08:00

LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu í Hawaii

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR og LPGA hóf í gær keppni á LOTTE Championship, en mótið er 6. mót hennar á 2018 keppnistímabilinu á LPGA.

Ólafía átti afar erfiða byrjun en hún lék Ko Olina völlinn á 9 yfir pari, 81 höggi.

Á hringnum fékk hún aðeins 1 fugl, en 7 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Þetta er mjög ólíkt Ólafíu!

Sem stendur er niðurskurður miðaður við 2 yfir pari eða betra og verður Ólafía að eiga kraftaverkahring eigi henni að takast að komast í gegnum niðurskurð í dag.

Efst í mótinu eftir 1. dag er kínverski kylfingurinn Shanshan Feng á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á LOTTE Championship SMELLIÐ HÉR: