Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2018 | 23:30

LPGA: Ólafía m/8 högga sveiflu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er úr leik á Hawaii.

Hún komst ekki í gegnum niðurskurð á LOTTE Championship, sem er mót vikunnar á LPGA.

Þetta er 6. LPGA mót Ólafíu á 2018 keppnistímabilinu og það 4. sem hún nær ekki niðurskurði.

Hún er fallin úr 97. sætinu á stigalistanum niður í 107. sætið, en hún verður að halda sér á topp-100 ætli hún að tryggja sér sæti á LPGA keppnistímabilið 2019.

Í dag var 8 högga sveifla hjá Ólafíu – Hún lék Ko Olina á 1 yfir pari 73 höggum en var á 9 yfir pari, 81 höggi fyrsta keppnisdag.

Samtals lék Ólafía því hringina 2 á 10 yfir pari, 154 höggum (81 73).

Í efsta sæti, sem stendur (ekki allar hafa lokið leik þegar þetta er ritað) er kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson en hún hefir spilað keppnishringina tvo á samtals 10 undir pari, 134 höggum, (68 66).

Sjá má stöðuna á LOTTE Championship með því að SMELLA HÉR: