Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 13:50
Meistaramót 2023: Hafsteinn Thor og Marsibil klúbbmeistarar GHD

Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 5.-8. júlí sl. Þátttakendur voru 35 og kepptu þeir í 7 flokkum. Samhliða meistaramótinu fór einnig fram forgjafarmót. Klúbbmeistarar GHD 2023 eru þau Hafsteinn Thor Guðmundsson og Marsibil Sigurðardóttir. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu og þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Hafsteinn Thor Guðmundsson +14 294 (69 70 76 79) 2 Andri Geir Viðarsson +53 333 (85 83 79 86) T3 Gústaf Adolf Þórarinsson +63 343 (88 86 85 84) T3 Haukur Dór Kjartansson +63 343 (87 86 86 84) Meistaraflokkur kvenna: 1 Marsibil Sigurðardóttir +76 356 (87 88 91 90) 2 Dóra Kristín Kristinsdóttir +108 388 (96 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 13:30
Kristján Björgvinsson Íslandsmeistari karla 65+ 2023

Íslandsmót í flokki karla 65+ fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 13.-15. júlí. Þátttakendur í flokki karla 65+ að þessu sinni voru 31 en keppendur á Íslandsmótinu í heild 113. Íslandsmeistari karla 65+ árið 2023 er Kristján Björgvinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurskor Kristjáns var 28 yfir pari, 244 högg (83 80 81). Í 2. sæti varð Sigurður Aðalsteinsson, GSE á 29 yfir pari, 245 höggum (83 80 82) og í 3. sæti varð Jónas Kristjánsson GR á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (80 83 85). Sjá má öll úrslit í fl. karla 65+ á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 12:30
Oddný Íslandsmeistari kvenna 65+ 2023

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023. Alls voru 113 keppendur á Íslandsmótinu, en í flokki kvenna 65+ voru þeir 9. Oddný Sigsteinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari í golfi 2023 í kvennaflokki 65 ára og eldri. Oddaný lék á samtals 55 yfir pari, 271 högg (92 92 87). Helga Sveinsdóttir, GS, tók silfrið á samtals 58 yfir pari (93 90 91) og Björg Þórarinsdóttir, GO, varð í þriðja sæti á samtals 63 yfir pari (91 97 91). Sjá má öll úrslit úr Íslandsmóti eldri kylfinga í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 12:00
EM í liðakeppni karla 2023: Ísland varð í 9. sæti

EM í liðakeppni karla 2023 fór fram á Green Resort Hrubá Borša vellinum í Slóvakíu 12.-15. júlí sl. Í ár tóku 9 þjóðir þátt í 2. deild (ens.: division 2) og kepptu um 3 efstu sætin, sem veittu sæti í efstu deild. Íslenska sveitin í EM liðakeppni karla varð í 9. sæti. Hún var svo skipuð: Birgir Björn Magnússon, GK Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Hlynur Bergsson, GKG Kristján Þór Einarsson, GM Kristófer Karl Karlsson, GM Kristófer Orri Þórðarson, GKG Lokastaðan var eftirfarandi: 1. Skotland 2. Portúgal 3. Austurríki 4. Tékkland 5. Tyrkland 6. Pólland 7. Slóvakía 8. Ungverjaland 9. Ísland Öll úrslit á keppnisdögunum 5 í European Amateur Team Championship má Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Brian Stuard (27/50)

Nú er komið að því að kynna þann sem var næstneðstur eða í 24. sæti á The Finals og fékk þannig kortið sitt á PGA Tour, en það er Brian Stuard. Brian Glen Stuard fæddist 10. desember 1982, í Jackson, Michigan og er því 28 ára. Stuard útskrifaðist frá Napoleon High School árið 2001. Hann spilaði háskólagolf við Oakland háskólann í Rochester, Michigan, sem þá var í Mid-Continent Conference, og lauk BA gráðu í stjórnun árið 2005. Stuard gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005 og lék á NGA Hooters Tour árin 2006 og 2007. Hann hefur síðan leikið á Nationwide Tour (nú Korn Ferry Tour) frá árinu 2008. Hann endaði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 69 ára afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (59 ára); Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (43 ára Skoti); Zane Scotland, 17. júlí 1982 (41 árs); Bílkó Smiðjuvegi (35 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 13:30
Meistaramót 2023: Guðjón Karl og Halldóra Guðríður klúbbmeistarar GE

Meistaramót Golfklúbbsins Esju (GE) fór fram á Brautarholtsvelli dagana 14.-16. júlí 2023. Þátttakendur voru 30 og kepptu þeir í 4 flokkum. Klúbbmeistarar GBR 2023 eru hjónin Guðjón Karl Þórisson og Halldóra Guðríður Gunnarsdóttir. Spennan var mikil í meistaraflokki karla því eftir 3 keppnishringi voru Guðjón Karl Þórisson og Birgir Guðjónsson efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 12 yfir pari. Það varð því að koma til bráðabana og voru 10., 11. og 12. brautir Brautarholtsvallar spilaðar að nýju; en á 12. braut knúði Guðjón Karl fram sigur. Sjá má öll úrslit meistaramóts GBR í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: en þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla: T1 Guðjón Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 11:00
Meistaramót 2023: Albert Garðar og Margrét Katrín klúbbmeistarar GB

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness (GB) fór fram dagana 5.-8. júlí 2023. Þátttakendur að þessu sinni voru 62 og kepptu þeir í 9 flokkum á þessu 50. afmælisári klúbbsins. Klúbbmeistarar GB 2023 eru þau Albert Garðar Þráinsson og Margrét Katrín Guðnadóttir. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GB 2023 í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit meistaramóts GB 2023 eru hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Albert Garðar Þráinsson +34 318 (79 73 81 85) 2 Rafn Stefán Rafnsson +42 326 (89 83 73 81) 3 Jón Örn Ómarsson +59 343 (82 84 87 90) 1. flokkur kvenna: 1 Margrét Katrín Guðnadóttir +92 376 (94 90 104 88) 2 Júlíana Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 10:00
PGA/Evróputúrinn: Rory sigraði á Opna skoska

Genesis Scottish Open (isl: Opna skoska) er mót sem er bæði á mótaskrá PGA og Evrópumótaraðarinnar. Það fór fram dagana 13.-16. júlí 2023 og lauk því í gær. Mótsstaður var The Renaissance Club, North Berwick, í Skotlandi. Sigurvegari mótsins varð Rory McIlroy, en sigurskor hans var 15 undir pari, 215 högg (64 66 67 68). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, (þ.e. á samtals 14 undir pari) varð heimamaðurinn Robert McIntyre (67 69 66 64) Byeong Hun An frá S-Kóreu og Svíinn David Lingmerth og Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum deildu síðan 3. sætinu, á samtals 10 undir pari, hver. Sjá má öll úrslit mótsins með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 09:00
EM í liðakeppni kvenna 2023: Ísland varð í 14. sæti

Evrópumót í liðakeppni kvenna 2023 fór fram í Tawast Golf & Country Club, í Finnlandi dagana 11.-15. júlí. Íslenska kvennasveitin sem þátt tó fyrir Íslands hönd 2023 var svo skipuð: Andrea Bergsdóttir, Hills GC Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Hulda Clara Gestsdóttir, GKG Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR Saga Traustadóttir, GKG Ólafur Björn Loftsson er þjálfari og Árný Lilja Árnadóttir voru sjúkraþjálfari íslensku sveitarinnar. Ísland endaði í 14. sæti í mótinu. Lið Spánar varð Evrópumeistari í liðakeppni kvenna 2023. Þátttakendaþjóðir 2023 voru 19: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Wales og Þýskaland og var lokastaðan var eftirfarandi: A Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

