
EM í liðakeppni kvenna 2023: Ísland varð í 14. sæti
Evrópumót í liðakeppni kvenna 2023 fór fram í Tawast Golf & Country Club, í Finnlandi dagana 11.-15. júlí.
Íslenska kvennasveitin sem þátt tó fyrir Íslands hönd 2023 var svo skipuð:
Andrea Bergsdóttir, Hills GC
Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Saga Traustadóttir, GKG
Ólafur Björn Loftsson er þjálfari og Árný Lilja Árnadóttir voru sjúkraþjálfari íslensku sveitarinnar.
Ísland endaði í 14. sæti í mótinu. Lið Spánar varð Evrópumeistari í liðakeppni kvenna 2023.
Þátttakendaþjóðir 2023 voru 19: Austurríki, Belgía, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Ísland, Írland, Ítalía, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Wales og Þýskaland og var lokastaðan var eftirfarandi:
A
Spánn
England
Þýskaland
Sviss
Svíþjóð
Tékkland
Frakkland
Írland
______________
B
9 Danmörk
10 Finnland
11 Austurríki
12 Skotland
13 Ítalía
14 Ísland
Slóvakía
Wales
______________
C
Belgía
Slóvenía
Tyrkland
_______________
Keppnisfyrirkomulag
Keppnisfyrirkomulagið var þannig að fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur og þrjá næstu daga holukeppni. Fimm bestu skorin telja í höggleikshlutanum, en 6 kylfingar eru í hverju liði. Í A-riðli kepptu síðan 8 efstu þjóðirnar um Evrópumeistaratitilinn.
Þær þjóðir sem voru í 9.-16. sæti kepptu í B-riðli, en aðrar þjóðir sem eru fyrir neðan 16. sætið í C-riðli.
Í holukeppninni voru spilaðir 2 fjórmenningar (ens. foursomes) fyrir hádegi og 5 tvímenningsleikir (ens.: singles) eftir hádegi.
Einstakir keppnisdagar:
1. keppnisdagur:
Íslenska liðið lék á samtals +24 284 höggum. Fimm bestu skorin af 6 hjá hverju liði töldu:
Hulda Clara Gestsdóttir lék á 71 höggi (-1) = 25. sæti.
Andrea Bergsdóttir lék á 75 höggum (+3) = 67. sæti.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék á 75 höggum (+3) = 67. sæti.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék á 77 höggum (+5) = 86. sæti.
Anna Júlía Ólafsdóttir lék á 78 höggum (+6) = 91. sæti.
——————————————-
Saga Traustadóttir lék á 79 höggum (+7) = 101. sæti.
Í efsta sæti eftir 1. keppnisdag voru Svíar á samtals -20; í 2. sæti voru Þjóðverjar á -15 samtals og í 3. sæti Spánn á samtals -11. Alls voru 6 lið sem spiluðu á samtals undir pari á 1. degi.
2. keppnisdagur:
Eftir daginn var íslenska liðið í 13. sæti á samtals +18 738 höggum (376 362) og lék því um 9.-16. sætið í mótinu í B-riðli.
Svona stóðu íslensku konurnar sig:
Hulda Clara Gestsdóttir varð T-7 í höggleikshlutanum á samtals á -7 eða 137 höggum (71 66). Hulda Clara átti stórglæsilegan 2. hring þar sem hún lék á 8 undir pari, 66 höggum og fékk 6 fugla!!!! Hún stóð sig jafnframt best allra í íslenska liðinu. Stórglæsileg!!!
Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék samtals á 2 yfir pari 146 höggum (75 71). Hún varð í 51. sæti í höggleiknum.
Andrea Bergsdóttir lék á samtals +4 148 höggum (75 73). Hún varð í 67. sæti í höggleiknum.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir lék á samtals+8 152 höggum (77 75). Hún varð í 86. sæti í höggleiknum.
Anna Júlía Ólafsdóttir lék samtals á +11 155 höggum (77 78). Hún endaði í 97. sæti í höggleiknum.
Saga Traustadóttir lék samtals á +12 156 höggum (79 77). Hún varð í 101. sæti í höggleiknum.
3. keppnisdagur
Ísland mætti Dönum og tapaði 4&1. Eini leikur Íslands sem vannst í tvímenningnum þann dag var viðureign Huldu Clöru við Cecile Leith-Nissen 3&1.
4. keppnisdagur
Island mætti liði Slóvakíu og sigraði 4&1.
Anna Júlía Ólafsdóttir og Saga Traustadóttir sigruðu þær Michaelu Vavrová og Petru Babiková 4&3.
Andrea Bergsdóttir sigraði í viðureign sinni við Antoníu Zacharovská 2 up.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir sigraði viðureign sína við Katarínu Drocárová 1 up.
Hulda Clara Gestsdóttir vann Alexöndru Sulkovu stórt 5&4.
Eina viðureign íslensku sveitarinnar sem tapaðist var viðureign Heiðrúnar Önnu Hlynsdóttur við Viktóríu Kmacovu, en Viktóría vann naumlega á 19. holu.
5. keppnisdagur
Íslenska liðið tapaði viðureign sinni við Ítalíu 4&1.
Sjá má allt nánar um mótið með því að SMELLA HÉR:
Í aðalmyndaglugga: Kvennasveit Íslands, sem þátt tók í Evrópumóti í liðakeppni kvenna 2023 ásamt liðsstjóra og sjúkraþjálfara F.v.: Árný, Anna Júlía, Andrea, Saga, Hulda Clara, Heiðrún, Perla Sól og Ólafur Björn. Mynd: Studio Lindell
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023