Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 12:30

Oddný Íslandsmeistari kvenna 65+ 2023

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.

Alls voru 113 keppendur á Íslandsmótinu, en í flokki kvenna 65+ voru þeir 9.

Oddný Sigsteinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari í golfi 2023 í kvennaflokki 65 ára og eldri.

Oddaný lék á samtals 55 yfir pari, 271 högg (92 92 87).

Helga Sveinsdóttir, GS, tók silfrið á samtals 58 yfir pari (93 90 91) og Björg Þórarinsdóttir, GO, varð í þriðja sæti á samtals 63 yfir pari (91 97 91).

Sjá má öll úrslit úr Íslandsmóti eldri kylfinga í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: