Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2023 | 10:00

PGA/Evróputúrinn: Rory sigraði á Opna skoska

Genesis Scottish Open (isl: Opna skoska) er mót sem er bæði á mótaskrá PGA og Evrópumótaraðarinnar.

Það fór fram dagana 13.-16. júlí 2023 og lauk því í gær.

Mótsstaður var The Renaissance Club, North Berwick, í Skotlandi.

Sigurvegari mótsins varð Rory McIlroy, en sigurskor hans var 15 undir pari, 215 högg (64 66 67 68).

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, (þ.e. á samtals 14 undir pari) varð heimamaðurinn Robert McIntyre (67 69 66 64)

Byeong Hun An frá S-Kóreu og Svíinn David Lingmerth og Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum deildu síðan 3. sætinu, á samtals 10 undir pari, hver.

Sjá má öll úrslit mótsins með því að SMELLA HÉR: