Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2023 | 13:30

Kristján Björgvinsson Íslandsmeistari karla 65+ 2023

Íslandsmót í flokki karla 65+ fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 13.-15. júlí.

Þátttakendur í flokki karla 65+ að þessu sinni voru 31 en keppendur á Íslandsmótinu í heild 113.

Íslandsmeistari karla 65+ árið 2023 er Kristján Björgvinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja.

Sigurskor Kristjáns var 28 yfir pari, 244 högg (83 80 81).

Í 2. sæti varð Sigurður Aðalsteinsson, GSE á 29 yfir pari, 245 höggum (83 80 82) og í 3. sæti varð Jónas Kristjánsson GR á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (80 83 85).

Sjá má öll úrslit í fl. karla 65+ á Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR: