Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 16:45

Opna breska 2023: Brian Harman sigraði!!!

Það var hinn 36 ára Brian Harman frá Bandaríkjunum, sem sigraði á 151. Opna breska. Þetta er fyrsti risamótssigur Harman, en hins vegar í 46. sinn sem titillinn fer til Bandaríkjanna; allt frá því Jock Hutchison tókst að verða fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að sigra á Opna breska, 1921. Alls hefir nú 31 bandarískur kylfingur sigrað á Opna breska og er Harman nr. 31. Bandaríkjamenn eru jafnframt þeir sem sigrað hafa oftast á Opna breska, 46 sinnum (með þessum sigri Harman); Skotar næstoftast eða 41. sinnum og Englendingar eru í 3. sæti hafa sigrað 22 sinnum á Opna breska. Tiltölulega stutt er síðan að bandarískur kylfingur hampaði Claret Jug, verðlaunabikar Opna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vikar Jónasson — 23. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Vikar Jónasson. Vikar fæddist 23. júlí 1997 og er því 26 ára í dag! Vikar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern Illinois University. Komast má á facebook síðu Vikars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Vikar Jónasson – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (65 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (51 árs); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (50 STÓRAFMÆLI!!!); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (43 ára); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (34 ára); Harris English, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 09:51

Meistaramót 2023: Helgi Dan og Þuríður klúbbmeistarar GG

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram dagana 19.-22. júlí 2023 og lauk því í gær. Þátttakendur að þessu sinni voru 86 og kepptu þeir í 11 flokkum. Klúbbmeistarar GG 2023 eru þau Helgi Dan Steinsson og Þuríður Halldórsdóttir. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GG í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: , en þau helstu hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Helgi Dan Steinsson -5 275 (68 71 70 66) 2 Hávarður Gunnarsson +19 299 (79 71 75 74) T3 Þorlákur G Halldórsson +21 301 (75 73 80 73) T3 Jón Júlíus Karlsson +21 301 (76 70 81 74) Meistaraflokkur kvenna: 1 Þuríður Halldórsdóttir +41 321 (79 78 82 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 08:00

Opna breska 2023: Harman heldur forystu f. lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Brian Harman heldur forystunni á 151. Opna breska, sem lýkur í dag. Eftir 3 keppnishringi er Harman búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (67 65 69) og það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti! Harman á enn heil 5 högg á næsta keppanda, nú landa sinn Cameron Young, sem búinn er að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (72 68 66). Í 3. sæti er Jon Rahm á samtals 6 undir pari og 5 kylfingar deila 4. sætinu, allir á samtals 5 undir pari, hver, en þetta eru þeir: Antoine Rozner, Sepp Straka, Tommy Fleetwood, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2023 | 22:00

Hver hefur sigrað oftast á Opna breska?

Hver hefir sigrað oftast á Opna breska? Nöfn á borð við Jack Nicklaus, Tiger Woods, Tom Watson, Nick Faldo og Seve Ballesteros koma fram á tungubroddinn, en allir framantaldir myndu vera rangt svar við spurningunni í fyrirsögninni. Rétt svar er Harry Vardon. En hver er þessi Vardon? Harry Vardon (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937) var atvinnukylfingur frá Jersey og hluti af hinni stóru þrenningu (ens.: Great Triumvirate) ásamt John Henry Taylor og James Braid. Hann vann Opna breska sex sinnum, sem er met, sem enn stendur og hann vann þar að auki einu sinni á Opna bandaríska. Vardon fæddist í Grouville, Jersey, Channel Islands. Sem barn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2023 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (29/2023)

Tannlæknirinn við þann sem er í stólnum hjá honum: „Öskraðu nú eins hátt og þú getur!“ Sá í stólnum, undrandi : „En biðstofan er full af fólki, heldurðu ekki að það hlaupi ekki bara allir hræddir í burtu ?“ „Jú, það er einmitt málið. Ryder bikarinn verður sýndur í sjónvarpinu eftir 15 mínútur.“


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson ——- 22. júlí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 23 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (23  ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (82 ára); Valur Valdimarsson, 22. júlí 1950 (73 ára); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (56 árs); Rassar Í Sveit, 22. júlí 1967 (56 árs); Kristofer Helgason 22. júlí 1970 (53 ára); Kríla-peysur Fríðudóttir, 22. júlí 1973 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Brendon Todd, 22. júlí 1985 (38 árs)…… og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 23:59

Hver er kylfingurinn: Brian Harman?

Bandaríski kylfingurinn Brian Harman er í bílstjórasætinu á Opna breska risamótinu sem hófst í gær. Hrein unun hefir verið að horfa á listagolfið sem Harman er að spila. Galdrakarl á ferð þar! Harman á heil 5 högg á næsta mann, Tommy Fleetwood, nú í hálfleik. Engu að síður er Harman ekki meðal þekktustu kylfinga PGA Tour og því ástæða til að birta að nýju kynningu, sem Golf 1 skrifaði um Harman fyrir 5 árum síðan (2017) –  lítillega uppfærða auðvitað. Eins og staðan er í dag hefir hann sigrað 4 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af tvívegis á PGA Tour. En….hver er kylfingurinn: Brian Harman? Sjá má enn eldri kynningu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 22:00

Opna breska 2023: Harman leiðir í hálfleik

Opna breska risamótið hófst í gær. Þetta er í 151. skipti sem risamótið er haldið og að þessu sinni er keppnsstaður Royal Liverpool GC, í Hoylake, Englandi. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman leiðir í hálfleik; er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Í 2. sæti er „heimamaðurinn“ Tommy Fleetwood, heilum 5 höggum á eftir á samtals 5 undir pari, 137 höggum (66 71). í 3. sætinu er síðan Austurríkismaðurinn Sepp Straka á samtals j4 undir pari, 138 höggum (71 67). Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna breska 2023 með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Matti Schmid (29/50)

Í dag verður kynntur til sögunnar sá sem varð í 22. sæti á Korn Ferry Tour Finals og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2023-2024. Það er Matti Schmid. Matthias (Matti) Schmid er fæddur 18. nóvember 1997, í Regensburg, Þýskalandi og er því 25 ára. Hann er 1,93 m á hæð. Sem áhugamaður sigraði hann m.a. á Bavarian Mens Championship árið 2017. Schmid spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Louisville, þ.e. „The Louisville Cardinal,“ 2017-2021. Á háskólaárum sínum sigraði hann m.a. í The Old Town Club Collegiate, árið 2018. Hann sigraði á the European Amateu,  bæði árin 2019 og 2020 og stóð sig best áhugamanna Lesa meira