Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 16:45

Opna breska 2023: Brian Harman sigraði!!!

Það var hinn 36 ára Brian Harman frá Bandaríkjunum, sem sigraði á 151. Opna breska.

Þetta er fyrsti risamótssigur Harman, en hins vegar í 46. sinn sem titillinn fer til Bandaríkjanna; allt frá því Jock Hutchison tókst að verða fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að sigra á Opna breska, 1921.

Alls hefir nú 31 bandarískur kylfingur sigrað á Opna breska og er Harman nr. 31. Bandaríkjamenn eru jafnframt þeir sem sigrað hafa oftast á Opna breska, 46 sinnum (með þessum sigri Harman); Skotar næstoftast eða 41. sinnum og Englendingar eru í 3. sæti hafa sigrað 22 sinnum á Opna breska.

Tiltölulega stutt er síðan að bandarískur kylfingur hampaði Claret Jug, verðlaunabikar Opna breska, en það gerði Collin Morikawa,  2021.

Sigurskor Brian Harman á 151. Opna breska var 13 undir pari, 271 högg (67 65 69 70).

Öðru sætinu deildu Austurríkismaðurinn Sepp Straka, hinn spænski Jon Rahm, Jason Day frá Ástralíu og Tom Kim frá S-Kóreu, allir 6 höggum á eftir Harman á 7 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á 151. Opna breska með því að SMELLA HÉR: