Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 22:00

Opna breska 2023: Harman leiðir í hálfleik

Opna breska risamótið hófst í gær.

Þetta er í 151. skipti sem risamótið er haldið og að þessu sinni er keppnsstaður Royal Liverpool GC, í Hoylake, Englandi.

Bandaríkjamaðurinn Brian Harman leiðir í hálfleik; er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Í 2. sæti er „heimamaðurinn“ Tommy Fleetwood, heilum 5 höggum á eftir á samtals 5 undir pari, 137 höggum (66 71).

í 3. sætinu er síðan Austurríkismaðurinn Sepp Straka á samtals j4 undir pari, 138 höggum (71 67).

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna breska 2023 með því að SMELLA HÉR: