HOYLAKE, ENGLAND – JULY 22: Brian Harman of The United States plays his tee shot on the second hole during the third round of The 151st Open at Royal Liverpool
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2023 | 08:00

Opna breska 2023: Harman heldur forystu f. lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Brian Harman heldur forystunni á 151. Opna breska, sem lýkur í dag.

Eftir 3 keppnishringi er Harman búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (67 65 69) og það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti!

Harman á enn heil 5 högg á næsta keppanda, nú landa sinn Cameron Young, sem búinn er að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (72 68 66).

Í 3. sæti er Jon Rahm á samtals 6 undir pari og 5 kylfingar deila 4. sætinu, allir á samtals 5 undir pari, hver, en þetta eru þeir: Antoine Rozner, Sepp Straka, Tommy Fleetwood, Jason Day og Victor Hovland.

Verðum við vitni að einhverju mesta „meltdown-i“ í sögu Opna?….  þ.e. að Harman glutri niður forystu sinni og einhver annar af þessum 7 í næstu sætum standi uppi sem sigurvegari? Eða heldur Harman áfram glæsispili sínu, sem hann hefir sýnt fram til þessa?  Það er alltaf nýr dagur í golfinu og allt getur gerst. Spennandi sunnudagur fram undan!

Sjá má stöðuna á 151. Opna breska með því að SMELLA HÉR: