
Opna breska 2023: Harman heldur forystu f. lokahringinn
Bandaríski kylfingurinn Brian Harman heldur forystunni á 151. Opna breska, sem lýkur í dag.
Eftir 3 keppnishringi er Harman búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (67 65 69) og það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti!
Harman á enn heil 5 högg á næsta keppanda, nú landa sinn Cameron Young, sem búinn er að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (72 68 66).
Í 3. sæti er Jon Rahm á samtals 6 undir pari og 5 kylfingar deila 4. sætinu, allir á samtals 5 undir pari, hver, en þetta eru þeir: Antoine Rozner, Sepp Straka, Tommy Fleetwood, Jason Day og Victor Hovland.
Verðum við vitni að einhverju mesta „meltdown-i“ í sögu Opna?…. þ.e. að Harman glutri niður forystu sinni og einhver annar af þessum 7 í næstu sætum standi uppi sem sigurvegari? Eða heldur Harman áfram glæsispili sínu, sem hann hefir sýnt fram til þessa? Það er alltaf nýr dagur í golfinu og allt getur gerst. Spennandi sunnudagur fram undan!
Sjá má stöðuna á 151. Opna breska með því að SMELLA HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023