Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 12:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Prima Thammaraks (23/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu; þær 5 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 08:45
Evróputúrinn: Peter Uihlein efstur á Thailand Classic snemma 1. dags – Viðtal við Uihlein

Mót vikunnar á Evróputúrnum er True Thailand Classic. Verið er að spila 1. hring sá sem er efstur snemma dags, á 8 undir pari, 64 höggum er enginn annar en Titleist-erfinginn Peter Uihlein. Í 2. sæti á 7 undir pari, sem stendur er Svíinn Peter Edberg en hann er á 10. holu og á eftir að spila 8 holur og gæti því velt Uihlein úr efsta sætinu, sem og fjöldinn allur sem eftir á að ljúka leik. Hér má sjá viðtal við Uihlein með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með stöðunni á True Thailand Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 08:00
Lydia Ko segist eiga í ástar-haturs sambandi við „gæjann“ í lífi sínu

Nr. 1 Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, segist eiga í ástar-haturs sambandi við gæjann í lífi sínu … en gæinn er enginn annar en pútterinn hennar!!! Gæinn í lífi Ko heitir því Odyssey Tank Cruiser 330!!! Þannig tvítaði hún í svari við spurningu eins aðdáenda hennar sem spurði hver væri uppáhaldskylfan hennar: „My putter… It’s the guy in my life and we have a love/hate relationship“ Annað sem kom fram í spurningum, sem Ko svaraði, er að Phil Mickelson er uppáhaldskylfingurinn hennar og hún myndi vilja hafa hann í draumaholli sínu ásamt leikurunum Liam Neeson og Tom Hardy. Aðspurð hvort hún væri hjátrúarfull sagðist hún vera það og það birtist í því að hún YRÐI Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 17:15
GR: Skemmtikvöld GR-kvenna haldið 12. mars n.k.!

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt frá kvennanefnd GR: „Skemmtikvöldið okkar GR kvenna verður haldið laugardaginn 12.mars nk í Korpunni. Við höfum sýnt það að við erum til alls líklegar. Nú þéttum við hópinn og mætum allar sem ein og slúttum púttkeppninni með stæl og hitum upp fyrir sumarstarfið um leið. Dagskráin er glæsileg að vanda: Húsið opnar kl.19:30 með fordrykk. Glæsilegur indverskur málsverður að hætti Hödda og hans frábæra fólks. Veislustjórn er í höndum hinnar síkátu Hrafnhildar Halldórsdóttur, golfskvísu, skiðadrottingar og útvarpskonu og hinn eini sanni Eyfi …og við reiknum með Nínu líka, slær á létta strengi og kyndir undir stemninguna. Púttmeistari 2016 krýndur og auðvitað erum við Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Marlene Streit ——- 9. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Marlene Streit, en hún á 82 ára afmæli í dag. Streit er kanadískur kylfingur sem fæddist 9. mars 1934 í Cereal, Kanada og á því 82 ára stórafmæli í dag! Marlene Streit hefir alla tíð verið áhugamaður í golfi. Og sem slík var hún sá kanadíski kvenkylfingur sem náð hefir mestum árangri. Hún er eini kylfingurinn í sögunni sem sigrað hefir ástralska, enska, kanadíska og bandaríska Women’s Amateurs mótið. Streit útskrifaðist frá Rollins College árið 1956, og vann American individual intercollegiate golf titilinn þetta sama ár (gekk þá undir nafninu the Division of Women’s and Girls’ Sports (DWGS)); en þróaðist í það sem við í dag þekkjum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 14:00
Paulina Gretzky góð í nýja Snapchat

Rickie Fowler hjálpaði kærustu vinar síns Paulinu Gretzky (en hún er eins og allir vita trúlofuð Dustin Johnson (skammst. DJ)) að setja upp Snapchat reikning í fyrradag. Og hún varð fljótt bara góð í öllum nýju Snapchat- filterunum. Hún bjó m.a. til meðfylgjandi mynd af sér, kærastanum og Rickie. Spurning hvort Rickie sjái ekki eftir að hafa hjálpað henni að koma upp reikningnum? Fowler er eins og flestir kylfingar vita nr. 5 á heimslistanum og DJ er nú nr. 9 – vinirnir báðir á topp-10!
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 12:00
GA: Framkvæmdir í kjallaranum að Jaðri ganga vel

Á heimasíðu GA má lesa eftirfarandi frétt: „Nú er allt á fullu á öllum vígstöðum hjá okkur í GA 🙂 Framkvæmdir í kjallara ganga mjög vel, búið er að rífa niður gömlu geymsluna, saga hurðar í tvö veggi, leggja nýjar vatns og skólplagnir í golfið og nú í morgun var klárað að saga fyrir gólfhitalögnum í kjallaranum. Það verður því hægt að hefja uppbygginguna á aðstöðunni í næstu viku og verður gaman að sjá breytinguna á kjallaranum þegar henni verður lokið. Þá munum við bjóða upp á frábæra búningsaðstöðu fyrir kylfinga og stórbæta alla salernisaðstöðu í kjallaranum sem komin var til ára sinna. Framkvæmdirnar við Klappir hafa því miður ekki Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 10:00
WGC: Victor Dubuisson lét pokann sinn finna fyrir því

Victor Dubuisson er þekktur sem einn af feimnustu og duldustu kylfingunum á PGA Tour. Náungi sem ekki er vitað mikið um. Hann sýndi af sér skrítið háttarlag síðustu helgi á WGC-Cadillac Championship. Á lokahringnum var hann á 72 höggum, sem fylgdi í kjölfarið á arfaslökum hring upp á 80 högg. Dubuisson var svo reiður að hann ákvað að láta pokann sinn finna ærlega fyrir því eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: Dubuisson lauk keppni T-52.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 08:00
Hver er kylfingurinn: Adam Scott (4. grein af 5)

Hér verður fram haldið kynningunni á Adam Scott, fyrsta Ástralans sem sigraði á Masters og sigurvegara á The Honda Classic og WGC Cadillac Champion s.l. helgi: Árin 2008–2010 í ferli Adam Scott Árið 2008 hafði Scott spilað á nógu mörgum mótum á Evróputúrnum til þess komast á peningalistann í fyrsta sinn frá árinu 2005. Scott átti í miklum erfiðleikum árið 2008 var meiddur og lasinn, en honum tókst að sigra einu sinni á hvorum túrnum. Í janúar 2008 byrjaði hann árið með stæl með því að vinna sér inn 6. sigurinn á Evrópumótaröðinni á Qatar Masters. Hann átti m.a. frábæran lokahring upp á 11 undir pari, 61 högg, sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Reynisdóttir – 8. mars 2016

Það er Sunna Reynisdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sunna er fædd 8. mars 1968 og býr á Reyðarfirði, þar sem hún starfar sem grunnskólakennari. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Sunna Reynisdóttir 8. mars 1968 (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Warren, 8. mars 1964 (52 ára); Paola Rodriguez, ….. og …… Col Golfistas Btá og ปรีชา นาเมืองรักษ์ og Schedar Thai Margrét Óskarsdóttir 8. mars 1964 (52 ára) Erla Þorsteinsdóttir 8. mars 1978 (38 ára) Jónmundur Guðmarsson F. 8. mars 1968 (48 ára) Tómas Þráinsson F. 8. mars Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

