Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Adam Scott (4. grein af 5)

Hér verður fram haldið kynningunni á Adam Scott, fyrsta Ástralans sem sigraði á Masters og sigurvegara á The Honda Classic og WGC Cadillac Champion s.l. helgi:

Árin 2008–2010 í ferli Adam Scott

Sigur Adam Scott í Qatar Masters 2008

Sigur Adam Scott í Qatar Masters 2008

Árið 2008 hafði Scott spilað á nógu mörgum mótum á Evróputúrnum til þess komast á peningalistann í fyrsta sinn frá árinu 2005. Scott átti í miklum erfiðleikum árið 2008 var meiddur og lasinn, en honum tókst að sigra einu sinni á hvorum túrnum. Í janúar 2008 byrjaði hann árið með stæl með því að vinna sér inn 6. sigurinn á Evrópumótaröðinni á Qatar Masters. Hann átti m.a. frábæran lokahring upp á 11 undir pari, 61 högg, sem var bæði vallarmet og persónulega hans besti hringur. Hann hóf lokahringinn 3 höggum á eftir þeim sem leiddi fyrir lokadaginn og átti 3 högg á Henrik Stenson, sem næstur kom í mótinu.

Sigur Adam Scott á Byron Nelson mótinu 2008

Sigur Adam Scott á Byron Nelson mótinu 2008

Í apríl 2008 vann Scott EDS Byron Nelson Championship í bráðabana gegn Ryan Moore. Hann setti niður 3 metra pútt til þess að komast í bráðabanann á 72. holu. Bráðabaninn byrjaði á því að bæði Moore og Scott náðu pörum á fyrstu 2 holunum áður en Scott setti niður dramatískt fuglapútt 16 metra að lengd.

Á Opna bandaríska 2008 léku Tiger, Phil Mickelson og Adam Scott saman fyrstu tvo hringina í mótinu. Tiger sigraði í bráðabana, Mickelson varð í 18. sæti og Scott varð í 26. sæti. Hann lauk árinu í 39. sæti á peningalistanum.

Adam Scott fór síðan úr öskunni í eldinn 2009, þegar hann féll af topp-50 á heimslistanum og náði ekki að vera með efstu 100 á peningalista PGA. Hann varð í 108. sæti á peningalistanum, sem er það versta á ferli hans. Í þeim 19 mótum sem hann tók þátt á á túrnum náði hann ekki niðurskurði 10 sinnum og átti aðeins einn topp10 árangur á Sony Open á Hawaii í janúar. En honum tókst þó að sigra á lokamóti ársins á heimavelli þ.e. Australian Open, sem var fyrsti sigur hans á heimavelli.

Sigur Adam Scott á Valero Texas Open 2010

Sigur Adam Scott á Valero Texas Open 2010

Þrátt fyrir slæm 2 ár vann Scott 7. PGA titil sinn á næsta ári þ.e. 2010 á Valero Texas Open, þar sem hann vann í 36 holu keppninni á sunnudaginn og átti 1 högg á Svíann Fredrick Jacobson. Þetta var fyrsti PGa sigur Scott í tvö ár. Hann spilaði í FedEx Cup umspilinu og varð í 27. sæti á Tour Championship. Í nóvember sigraði Scott á Barclays Singapore Open í 3. sinn á ferlinum, en hann hafði áður sigrað á mótinu 2005 og 2006. Þetta var jafnframt 7. titillinn á Evróputúrnum.