Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2016 | 12:00

GA: Framkvæmdir í kjallaranum að Jaðri ganga vel

Á heimasíðu GA má lesa eftirfarandi frétt:

Nú er allt á fullu á öllum vígstöðum hjá okkur í GA 🙂

Framkvæmdir í kjallara ganga mjög vel, búið er að rífa niður gömlu geymsluna, saga hurðar í tvö veggi, leggja nýjar vatns og skólplagnir í golfið og nú í morgun var klárað að saga fyrir gólfhitalögnum í kjallaranum.

Það verður því hægt að hefja uppbygginguna á aðstöðunni í næstu viku og verður gaman að sjá breytinguna á kjallaranum þegar henni verður lokið. Þá munum við bjóða upp á frábæra búningsaðstöðu fyrir kylfinga og stórbæta alla salernisaðstöðu í kjallaranum sem komin var til ára sinna.

Framkvæmdirnar við Klappir hafa því miður ekki miðast eins hratt áfram og við hefðum kosið, það er búið að vera svo mikið frost í vetur að ekki hefur verið hægt að steypa. Nú horfir þetta hins vegar allt til betri vegar með hækkandi sólu og vonandi verður hægt að steypa milliplötuna í næstu viku.“