Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 08:00

Lydia Ko segist eiga í ástar-haturs sambandi við „gæjann“ í lífi sínu

Nr. 1 Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, segist eiga í ástar-haturs sambandi við gæjann í lífi sínu … en gæinn er enginn annar en pútterinn hennar!!!

Gæinn í lífi Ko heitir því Odyssey Tank Cruiser 330!!!

Þannig tvítaði hún í svari við spurningu eins aðdáenda hennar sem spurði hver væri uppáhaldskylfan hennar:

My putter… It’s the guy in my life and we have a love/hate relationship

Annað sem kom fram í spurningum, sem Ko svaraði, er að Phil Mickelson er uppáhaldskylfingurinn hennar og hún myndi vilja hafa hann í draumaholli sínu ásamt leikurunum Liam Neeson og Tom Hardy.

Aðspurð hvort hún væri hjátrúarfull sagðist hún vera það og það birtist í því að hún  YRÐI  að hlusta á tónlist í upphitunaræfingum og það sem væri efst á lista hjá sér væri músík með AdeleJustin Bieber, og Pharrell.

Litla stelpan frá Nýja-Sjálandi, sem heillað hefir heiminn með golfsnilli sinni, Lydia Ko, er fædd 24. apríl 1997 og verður því 19 ára í næsta mánuði!!!