Peter Uihlein
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2016 | 08:45

Evróputúrinn: Peter Uihlein efstur á Thailand Classic snemma 1. dags – Viðtal við Uihlein

Mót vikunnar á Evróputúrnum er True Thailand Classic.

Verið er að spila 1. hring sá sem er efstur snemma dags, á 8 undir pari, 64 höggum er enginn annar en Titleist-erfinginn Peter Uihlein.

Í 2. sæti á 7 undir pari, sem stendur er Svíinn Peter Edberg en hann er á 10. holu og á eftir að spila 8 holur og gæti því velt Uihlein úr efsta sætinu, sem og fjöldinn allur sem eftir á að ljúka leik.

Hér má sjá viðtal við Uihlein með því að  SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með stöðunni á True Thailand Classic með því að SMELLA HÉR: